Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Ókeypis heilsu- og matreiðslunámskeið

Sælir verið þið lesendur,

Ég vil benda ykkur á bls. 32-33 í sunnudagsmogganum. Þar er skemmtileg umfjöllun um þetta blogg, og nokkrar góðar uppskriftir.  Ég vonast til þess að skrifa nokkra nýja pistla á næstunni - þegar prófatímabilinu lýkur. Fyrir nokkrum vikum tók ég saman nokkra áhugaverða pistla sem birst hafa á síðunni en þá samantekt finnið þið með því að smella hér.

Green Apple

Einnig langar mig til þess að benda ykkur á mjög áhugavert heilsu- og matreiðslunámskeið. Vinafólk okkar fjölskyldunnar, Adrian Lopez og Vigdís Linda Jack hafa verið að miðla af reynslu sinni við góðar undirtektir og hefur námskeið þeirra nýst fjölmörgum. 


Adrian var með sykursýki, of háan blóðþrýsting og var 134 kg. Með breyttum lífsstíl náði hann ótrúlegum árangri. Undanfarin 4 ár hefur hann verið að rannsaka efnið og miðlar því með fyrirlestrum og matreiðslunámskeiðum. 

Námskeiðið hefst 8. maí. kl. 20:10 á Ingólfsstræti 19. Einu sinni í viku í 6 vikur. Upplýsingar og skráning eru í síma 867-1640. 


Áhugaverðustu pistlarnir - samantekt

Velkomin á síðuna mína! 

Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef verið að sanka að mér upplýsingum á undanförnum árum. Ég vona að efni síðunnar vekji áhuga ykkar og hvetji ykkur áfram á leið til betra lífs! Gamlar greinar vilja oft týnast neðst í bunkanum en hér eru tenglar nokkurra áhugaverða pistla:

 

Epli: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1233768/

Lárpera: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1233329/

Vatn: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1188325/

Lakkrís: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1210203/

Þögli morðinginn - Of hár blóðþrýsingur: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1233270/

Linsubaunir - uppskrift: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1196037/

Mjólk: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1214157/

Cannabis Sativa á morgunkornið: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1234122/

Næring fyrir heilann: http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1187592/

Kókos-epla smákökur:  http://elisae.blog.is/blog/elisae/entry/1234546/

 


Ókeypis námskeið -

  Ég vil benda ykkur á mjög áhugavert ókeypis námskeið. Ég hef heyrt hluta þess áður og get mælt með því. Öll berjumst við ýmsa ávana sem við myndum gjarnan vilja losa okkur við. Chad og Fadia Kreuzer munu kenna okkur aðferðir til að venja okkur af slæmum ávönum og hvernig við getum sigrast á fíkn. Aðferðirnar sem þau kenna má færa yfir á hvaða ávana sem er.

"Námskeið í að taka réttar ákvarðanir í lífinu og að yfirstíga slæmar venjur. Margir berjast við ýmsa leiða ávana, ma. reiði, vöntun á fyrirgefningu, notkun vímugjafa, neikvæðan hugsanagang o.s.frv. Hvernig þróast hegðun yfir í ávana? Hvað liggur að baki slæmra ávana og hvernig er hægt að sigrast á þeim?" 

 

Námskeiðið byrjar í kvöld og er öllum ókeypis. Endilega kíkið við og takið vini ykkar með ykkur :)

8. 9. og 10. apríl kl.20:00

15. 16 og  17. apríl kl. 20:00

 Námskeiðið verður haldið í Rauða sal Verzlunarskóla Íslands og íslensk þýðing verður í boði. 

 

906655_10151305417442735_1666773615_o

 


Smáskref

"Þeir sem borðuðu meira en 160 grömm af unnum kjötvörum á dag, sem er svipað magn og tvær pylsur og sneið af beikoni, eru 44% líklegri til að deyja á undan þeim sem slepptu unnu kjötvörunum. Munar allt að 12,7 árum á lífslíkum þeirra."

Þetta eru ekki nýjar fréttir, ótal rannsóknir staðfesta þetta. Það er betra fyrir okkur að borða  minna kjöt og meira grænmeti :) Það krefst ef til vill smá fyrirhafnar í byrjun en svo verður það ekkert mál. Það er um að gera að byrja smátt, hafa t.d. 1 dag í viku "grænmetisfæðisdag" og gefa sér tíma á þeim degi til þess að prófa nýjar spennandi uppskriftir, læra á nýjar baunir o.s.frv.  Svo er hægt að auka hlutfall grænmetisrétta smátt og smátt. Svo þyngist buddan líka, það er nefnilega í mörgum tilvikum ódýrara að vera á grænmetisfæði, þó svo að sérvörur geti verið dýrar. 

Í eftirfarandi færslu er virkilega einföld og bragðgóð uppskrift af linsubaunarétt sem hægt er að útfæra eins og hverjum og einum hentar. Linsubaunir eru auðveldar í matseld því þær þarf ekki að leggja í bleyti. Verði ykkur að góðu! Smellið hér. 

 

 


mbl.is Farið varlega í unnu kjötvörurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartasjúkdómar og grænmetisætur

Var að lesa áhugaverða frétt frá BBC: http://www.bbc.co.uk/news/health-21258509 um rannsókn sem var nýlega birt í American Journal of Clinical Nutrition (mjög virt tímarit).

"Gerð var rannsókn á 44,500 Bretum og Skotum sem sýndi að grænmetisætur voru 32% minna líklegri til þess að deyja úr og þurfa á læknisaðstoð vegna hjartasjúkdóma."

Grænmetisæturnar voru líklegri til að vera með kólestrólið, blóðþrýstinginn og líkamsþyngdina í lagi. 

Þetta eru góðar fréttir því hjartasjúkdómar eru plága á Vesturlöndum. 94.000 manns deyja af völdum hjartasjúkdóma í Bretlandi á ári hverju og 2.6 milljónir sem þjást af þeim þar í landi.

Enn og aftur er verið að sanna og minna okkur á það að matarræðið okkar hefur áhrif á heilsuna. 

 

PS.  Hér  er pistill sem ég skrifaði um "þögla morðingjann" (ofháan blóðþrýsting).


Allur sannleikurinn?

Það er auðvitað sniðugt hjá fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum að fara í skólana til að auglýsa vörurnar sínar. Ná í unga viðskiptavini, það er gamalt trikk. 
(Þessi pistill er skrifaður vegna fréttar sem birtist á Mbl 26.09.12 um 16.000lítra af mjólk sem skólabörn drukku þann dag)

En getur verið að börnin hafi fengið valdar upplýsingar?

 

  • T.d. benda rannsóknir til þess að casein mjólkurpróteinið valdi ófrjósemi í karlmönnum og galaktósi því sama í konum. 
  • Hafið þið heyrt að fólk sé ekki með nógu mikið kalk? Í raun og veru borðar fólk, allavega á vesturlöndum, gífurlegt magn af kalki, sérstaklega úr mjólkurvörum. En við borðum svo mikið af dýrapróteini. Þegar líkaminn meltir það framleiðir hann brennisteinssýru. Líkaminn notar kalk sem "búffer" til að jafna pH stuðulinn. Við missum því mikið kalk með sýrunni í þvagi.
  • Nýlega varin doktorsritgerð í næringarfræði frá HÍ, benti á að þeir íslensku karlmenn sem neyttu mikillar mjólkur þegar þeir voru á aldrinum 10-20, voru 3x líklegri til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein en þeir sem drukku minna af mjólk á þessum aldri.
  • Rannsóknarmenn í Harvard komust að því að fólk sem drakk 2+ glös af mjólk á viku var ekki minna líklegt til að fá beinbrot en þeir sem drukku minna en 1 glas á viku. 
  • Indland, Kína og Japan eru meðal þeirra landa þar sem mjólkurneysla er frekar lítil. Þar er tíðni beinþynningar líka lítil. 
  • Svo er athylgisvert að 90% fólks frá Asíu, 70% svertingja og Indíjána, og 50% „hispanics“ eru með mjólkuróþol.
  • Það er kalk í mun fleiri matvörum en mjólk. Það er því óþarfi að auglýsa mjólk eins og hún sé lífsnauðsynlegt næringarefni. 
  • Harvard háskóli tók mjólkurvörur út af "fæðudisknum" (líkt og fæðupýramídi) sínum en nú er glas við hlið disksins þar sem stendur að mjólkurneysla ætti ekki að vera of mikil.
283445_10150250921598818_215379383817_7204479_6340085_n 
 
 
Enn og aftur vil ég benda á að þetta eru allt upplýsingar sem ég hef aflað mér í gegnum mjög aðgengilegar heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu.
 
Heimildir: 
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/healthy-eating-plate/index.html 
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/calcium-full-story/ 

Hvítlaukur

Hvítlaukur er að mínu mati alveg ómissandi í matargerð. Ég gæti sett hvítlauk í nánast allt. 

Á myndinni sjáið þið hvítlaukinn sem mamma var að rækta, hún var að taka hann upp um daginn, hann er ferskur, fallegur og bragðast vel!

                                 isl_hvitlaukur

Hvítlaukur er alveg meinhollur. Samkvæmt National Cancer Institute (www.cancer.gov) hafa rannsóknir sýnt að þegar fólk borðaði mikinn hvítlauk var hættan á að fá krabbamein í meltingarfærin greinilega minni.  Það er mikið verið að rannsaka samband hvítlauks og krabbameins.

 

  • Efnin í hvítlauk örva DNA viðgerðir í frumum.
  • Hvítlaukur hefur andoxunareiginleika.
  • Hvítlaukur bætir ónæmiskerfið, er góður gegn bakteríu-, veiru-, og sveppasýkingum og bólgum. 
  • Hann er góður fyrir hjartað.
  • Inniheldur C vítamín
  • Er talinn vinna gegn krabbameini.
  • Létt eldaður hvítlaukur lækkar blóðþrýsting og kólestról.
  • Góður gegn hósta og bronkítis.

 

Svo hef ég oft heyrt að það hjálpi að borða hvítlauk í stríðinu við moskítóflugur. Þær eru ekki hrifnar af lyktinni.

Plíííís, ekki segja að þú getir ekki borðað hvítlauk vegna andfýlunnar sem oft fylgir. Tyggðu bara smá steinselju eftir máltíðina J

 

Enn og aftur eru þetta upplýsingar sem eru eingöngu ætlaðar til fræðslu og eru mjög aðgengilegar í bókum og á veraldarvefnum. 

Heimildir: cancer.gov og naturalsociety.com


Grænmetisfæði

Grænmetisætur missa af jólasteikinni og allskonar "ómissandi" mat. En þeir missa líka af allskonar
sjúkdómum og heilsukvillum.

Hér er áhugaverð grein úr tímariti "National Institute of Health" sem er gefið út af einhverri ríkisstofuninni í Bandaríkjunum.

Greinin er á ensku og hana má finna hér:

http://newsinhealth.nih.gov/issue/Jul2012/Feature1

"To date, the researchers have found that the closer people are to being vegetarian, the lower their risk of diabetes, high blood pressure and metabolic syndrome (a condition that raises your risk for heart disease and stroke)."

Ég er ekki alveg sammála öllu sem kemur fram í greininni en hún er samt áhugaverð.


mbl.is Bakaðar paprikur með grænmeti og kúskús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt með að sofna?

Hér er annar lítill moli.

1. Rannsókn sem gerð var í Taiwan sýndi að þeir sem borðuðu 2 kiwi  einni klukkustund fyrir svefn á hverju kvöldi í 4 vikur, sofnuðu 35% hraðar en þeir sem gerðu það ekki.
Kiwi innihalda efnið serotonin en það kemur reglu á svefninn.

2. Þess má geta að bananar, plómur og ananas innihalda einnig gott magn af serotonin. Valhnetur innihalda mjög mikið serotonin og þá sérstaklega tegundin "black walnut". Tómatar og spínat innihalda líka serotonin en í minna magni. 

Heimildir:
1. Þessar upplýsingar voru birtar á ensku í tímaritinu Adventist World. En þar er Men’s Health  gefið upp sem heimild.
2. http://www.livestrong.com/article/447943-what-food-or-fruit-contains-serotonin/


21 mínúta

Vissir þú að þeir sem hreyfa sig í 21 mínútu á dag eru 65% minna líklegir til þess að finna fyrir 2012-1005-page30-intext2.jpgþreytu á daginn en þeir sem hreyfa sig ekki? Nei? Nú veistu það. 

Heimild: Mental Health and Physical Activity (skemmtilegt og fróðlegt tímarit)

P.s. ekki svindla og halda að það þurfi bara að vera 21 mín. samanlagt yfir daginn. Núna er einmitt svo fínt veður úti til þess að fara í stutta morgun- eða kvöldgöngu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband