Meira um hamp fræ...

Ótrúlega næringarrík fræ, furðurleg samt hvað Ísland er oft langt á eftir samtímanum...

Eftirfarandi skrifaði ég  6.9.2011

Í dag var ég að kynna mér Hamp fræ, afurð sem er ekki mjög þekkt á Íslandi. Hamp fræ eru fræ plöntunar Cannabis Sativa. Þetta er sama tegund og Maríjuana er framleitt úr en annað afbrigði. Hamp fræin eru mjög próteinrík og hafa verið kölluð „næringarlega fullkomnasta fæðan“. Prótein eru úr amínósýrum og það er merkilegt að þessi hamp fræ innihalda 18 af 20 amínósýrunum sem eru byggingareiningar próteina og þær innihalda þær 10 lífsnauðsynlegu sem líkaminn okkar framleiðir ekki sjálfur. Próteinin í hampi eru svo góð því að líkaminn vinnur auðveldlega úr þeim. Edestin er globulin prótein sem maður finnur mikið af í fræjunum. Edestin er sagt bæta meltinguna .

Það sem mikið hefur verið talað um í Hamp fræjum eru hollu fitusýrurnar. Hamp fræ eru sögð hafa eitt besta hlutfall sem hentar manninum af fitusýrum. Omega3,6 og GLA. Það er líka E vítamín í þessum fræjum.

Hampfræ eiga líka stuðla að: Lækkun blóðþrýstings. Lækkun LDL kólestrólmagns. Minnkun bólgna og vera góð við gigtareinkennum. Aukinni orku og betri meltingu.

Efnin í Hampfræjum eiga líka að vera góð fyrir þurrt skinn og vera góð fyrir hárið.Þegar litið er á amínósýrurnar í Hampfræjum þá hefur verið sagt að þetta sé nánast fullkomin afurð til að fá prótein. Fræin innihalda allar amínósýrur sem líkaminn þarf. Önnur næringarefni í fræjunum eru magnesíum, C-vítamín, beta-karótín, kalk, trefjar, járn, B1 vítamín, B2 vítamín, B3 vítamín, zinc, kopar, manganese, chlorophyll og phytosterol (lækkar kólestról!)

Ég hef bara rétt aðeins kynnt mér næringargildi Hampfræja en það sem mér finnst mest spennandi er bara hvað þau eru góð á bragðið. Ég sá þau fyrst þegar ég var úti í Kanada, en þar er leyfilegt að rækta þau. Þetta eru ekki ódýr fræ en þau eru ræktuð undir mjög ströngu eftirliti. Þetta er ótrúlega spennandi afurð og sérstaklega fyrir þá sem vilja ekki drekka kúamjólk.

Við erum nefnilega farin að búa til Hamp mjólk úr þessum fræjum. Það er mjög einfalt og ég læt uppskriftina fylgja með. Það er mikil fita í fræjunum (holl fita sem er nauðsynleg) og þegar maður býr mjólkina til þá fær maður svona frekar þykka, rjómakennda mjólk. Þetta er nánast eins og að vera með mjólkurhristing úti á morgunkorninu. Hún er svo góð að maður getur drukkið hana eintóma og það er enn betra að bæta nokkrum berjum eða ávöxtum við. Ég hef séð hamp fræ (Hemp seeds) til sölu hér á landi, þá örugglega í heilsubúðum/heilsuhornum. Við keyptum okkar í Kanada. Ég er alveg orðin háð þessari mjólk. Samt get ég lofað að það er ekkert maríjúana í henni, ég er ekki háð henni í þeim skilningi. ;)

Hér er uppskriftin:
1 bolli hampfræ
5 döðlur
örlítið salt
vanilla/vanillusykur/vanillusýróp
1 bolli vatn

Þetta er allt sett í blandara og þegar það er nokkuð vel þeytt þá bætir maður meiru vatni við. Samanlagt á þetta að gera u.þ.b. 1700ml af mjólk.

Endilega prófið þetta, sérstaklega ef ykkur langar að minnka kúamjólkurneyslu, eruð vegan eða með mjólkuróþol.

Ég vil minna aftur á að þetta eru allt upplýsingar sem ég er að afla mér í gegnum heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu. Ég er ekki með doktorspróf í hemp fræjum svo ég gef mér smá +- frávik fyrir mannleg mistök, en á heildina litið líst mér ótrúlega vel á þessa vöru!

Ég studdist við :
Wikipedia greinar um Hamp mjólk og hamp. http://www.ratical.com/renewables/hempseed1.html
Grein um Hamp olíu sem Dr.Weil, MD frá Harvard skrifaði.
http://www.thenourishinggourmet.com/2009/03/hemp-seed-nutritional-value-and-thoughts.html
Hemp Seed: The most Nutritionally complete food source in the worlds: Hemp Line Journal, July-August 1992, pp. 14-15, Vol. I No. 1

 


mbl.is Ofurfæða sem kemur úr sömu átt og kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannabis Sativa er ekki annað afbrygði.  Kannabis plantan kemur í 3 tegundum, Sativa, Indica og Ruderalis.  Sativa er þessi hávaxna, Indica þessi stutta og þétta og Ruderalis er nokkurnveginn mitt á milli en þolir verra veðurfar og blómstar fyrr en hinar tvær.  Allar þrjár tegundirnar geta víxlað genum og blandast í nátturunni.  Kannabis, hass, maríjúana er framleitt úr þeim öllum.  Rétt skal vera rétt.
Lögleiðum kannabis, lögleiðum lækninguna!

Trausti Traustason (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 11:33

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Takk fyrir innlitið. "Rétt skal vera rétt", ég er alveg sammála því. Ég skal lesa betur um það hvernig nákvæmlega þetta er flokkað, en ég veit að það er ekkert THC í hemp vörum og að hemp fræ og hemp olía eru framleidd úr "industrial hemp". Maríjúana er ekki hægt að framleiða úr því.

Q. What is the difference between hemp and marijuana?
Botanically, the genus Cannabis is composed of several variants. Although there has been a long-standing debate among taxonomists about how to classify these variants into species, applied plant breeders generally embrace a biochemical method to classify variants along utilitarian lines. Cannabis is the only plant genus that contains the unique class of molecular compounds called cannabinoids. Many cannabinoids have been identified, but two preponderate: THC, which is the psychoactive ingredient of Cannabis, and CBD, which is an antipsychoactive ingredient. One type of Cannabis is high in the psychoactive cannabinoid, THC, and low in the antipsychoactive cannabinoid, CBD. This type is popularly known as marijuana. Another type is high in CBD and low in THC. Variants of this type are called industrial hemp.
.

http://www.naihc.org/hemp_information/content/hemp.mj.html 

Elísa Elíasdóttir, 13.4.2012 kl. 12:35

3 identicon

Ein spurning, í hvaða heilsubúðum er hægt að nálgast hamp fræ á Íslandi ?

Vic (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 21:56

4 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Satt að segja hef ég bara keypt hemp fræ erlendis. Því miður er verðmunurinn svakalegur. En ég veit að Kostur hefur verið að selja hemp mjólk, ég hef samt ekki smakkað hana. Ég er 99% viss að hemp fræ séu seld í þessum pakkningum hér á landi sjá myndina: http://rawliciousliving.com/store/images/hemp-seeds.jpg
Þá veistu hverju þú ert að leita að. Þetta er örugglega til í Lifandi Markaði og jafnvel í heilsuhorninu í Fjarðarkaupum.

Eins og ég nefndi þá eru fræin ekki ódýr hér á landi en það er um að gera að næla sér í einn poka og prófa sig áfram, finna uppskrift sem manni líkar. Það er alltaf hægt að bæta banana og einhverjum ávöxtum við mjólkina og búa til smoothie ef eitthvað mistekst.

Gangi þér vel og takk fyrir innlitið! :)

Elísa Elíasdóttir, 13.4.2012 kl. 22:26

5 identicon

Já var einmitt búinn að sjá hemp mjólkina í kosti og kaupi alltaf reglulega, ágætis drykkur þó ekki jafn girnilegur og uppskriftin sem þú kokkaðir framm hérna fyrir okkur, og út frá því kynnti ég mér hemp fræ eða "ofur fæðuna" ;) en fann þau hvergi.

En brilliant, takk kærlega fyrir ábendinguna. Kíkji þangað og næli mér í nokkra poka til að prufa mig áfram.

Vic (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 22:58

6 identicon

Þetta fá börnin min á hverjum morgni :)

http://www.urtekram.dk/no_cache/produktdetaljerfoedevarer/prodcat/-/339/hampefroeolie_oeko_500_ml/

Orðið Marijuana er bara Spænska nafnið yfir plöntuna sem Mexikanar notuðu í suðurríkjum USA og var tekið upp af bannstefnu mönnum til að rugla almenning, en cannabis og hemp voru orð sem allir þekktu og vissu að boðuðu enga vá. Cannabis var vel þekkt lyf áður en það var bannað af papírs og bómullarframleiðendum, lyfjafyrirtækjum og áfengisiðnaðinum...

Yfir 100 rannsóknir hafa verið framkvæmdar fyrir hönd stjórnvalda víðsvegar um heim síðustu 70 árin og hafa þær allar stutt lögleiðingu plöntunnar, allar nema tvær og eru þær meira að segja ekki teknar alvarlega í vísindasamfélaginu.

Ef fólk vissi að það getur ræktað plöntu heima hjá sér sem kemur í stað verkja, geð og svefnlyfja og hefur verið sannað að virkar gegn yfir 160 sjúkdómum og kvillum, þá missti lyfjaiðnaðurinn mikinn pening á stuttum tíma.

Trausti Traustason (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 19:33

7 identicon

http://www.supersport.is/

Friðrik (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 19:48

8 identicon

http://supersport.is/

Þarna er eingöngu selt vörur úr hampi, mjólk, ólía, fræ og prótein

Eva (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband