Lakkrís er jurt

Apótekara lakkrísÞað er gaman að sjá Önnu Rósu gefa út bók um jurtir, enda er það hennar sérgrein. Mamma fékk nýlega svakalegan áhuga á því að tína jurtir og búrið okkar er fullt af krukkum með þurrkuðum jurtum og hún getur núna galdrað fram jurtaseyði við hinu og þessu.

Þegar ég var lítil var mamma svo sniðug að gefa okkur systkinunum aldrei óhollt nammi eins og súkkulaði, hlaup, karamellur og samskonar sykur jukk. Í staðinn leitaði hún að nammi sem var bæði hollt og gott. Að sjálfsögðu læra börn bara að borða það sem þeim er gefið og þess vegna tókum við varla eftir þessu. Eitt af því sem hún uppgötvaði er apótekara lakkrís. Við erum vön því að tala um lakkrísrúllur og lakkrís toppa og því hljómar lakkrís ekki mjög hollur. En þessi svokallaði apótekara lakkrís er alveg hreinn lakkrís og það kom mér á óvart þegar ég fór að lesa mig til um jurtir að ég skuli hafa rekist á lakkrís. Hreinn lakkrís er jú jurt og hann er notaður til lækninga gegn mörgum kvillum. Lakkrís er sérstaklega áberandi í austurlenskum lækningum.

Náttúrulegur lakkrís hefur ótal eiginleika og svo er hann líka svo góður á bragðið:

  • ·         Lakkrís virkar eins og bólgueiðandi steri.
  • ·         Lakkrís er talinn auka framleiðslu taugaboðefna.
  • ·         Lakkrís hefur sveppaeyðandi árif ásamt því að vera bakteríu drepandi og getur því nýst í baráttu við sýkingar.
  • ·         Lakkrís hjálpar til við að koma jafnvægi á blóð sykurinn.
  • ·         Lakkrís  bætir vefi meltingarvegsins
  • ·         Lakkrís hreinsar blóðið og afeitrar
  • ·         Lakkrís kemur jafnvægi á blóðsykur og hefur verið notaður við sykursýki.
  • ·         Lakkrís er eitt algengasta náttúrulyf notað við gyllinæð.
  • ·         Lakkrís hjápar til við að koma sýrum í maganum í jafnvægi, er góður við bakflæði.
  • ·         Lakkrís er talinn hafa góð áhrif á magasár.

Nú er vetur og flensur eru að ganga, lakkrís rót er einmitt talin hjálpa mikið við kvefi of hósta og hann losar slím frá lungum og öndunarvegi.

Lakkrís er m.a. talinn hafa jákvæð áhrif á astma, skalla, flösu, þunglyndi, veirusýkingar, lifrina og psoriasis.italian-liquorice-licorice-_ekm_407x300_ekm.jpg

Ég ætla samt að vara ykkur við því að lakkrís er milt hægðarlyf og því skal fara varlega, þó hann sé svona hollur þá er óþarfi að klára heila dollu.

Ekki nota þessa stuttu samantekt til þess að réttlæta lakkrís nammis át í jólafríinu. Lakkrís eins og við þekkjum hann flest þ.e. í formi sælgætis er fullur af sykri, gelatíni og allskyns bragðefnum. Mikið af honum er meira segja bragðbættur með anís, því það er ódýrara en alvöru lakkrís.

 

Ég vil minna aftur á að þetta eru allt upplýsingar sem ég er að afla mér í gegnum heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu.

Meira á HerbWisdom.com & Nutritional Supplement Educational Centre.com


mbl.is Notaðu náttúruna til að bæta líf þitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessum pistli þínum hér,ertu þá ekki að vitna þá einungis til  apótekaralakkríss  ?

Númi (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 18:24

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Jú, alveg rétt Númi... apótekaralakkrís eda annar hreinn náttúrulegur lakkrís. Einnig ætti ad taka fram ad þeir sem þjást af of háum blóðþrýstingi ættu að neyta lakkríss sparlega.

Elísa Elíasdóttir, 9.4.2013 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband