Aldrei sagt of oft....

water-supply Að drekka nóg vatn er eitthvað sem ég held við getum öll gert betur. Þetta er svo einfalt atriði og við vitum öll hvað það er mikilvægt. Stundum þurfum við bara að lesa staðreyndirnar aftur til að minna okkur á þær.

83% af blóðinu okkar er vatn, 75% af vöðvavefjum okkar eru vatn, 74% heilans er úr vatni og 22% vatn í beinunum okkar. U.þ.b. 60% af líkamsþyngd okkar er í raun og veru vatn.

Það er oft um eftirmiðdag sem manni finnst maður vera búinn með alla orkuna en oft er þessi þreyta af völdum vökvataps þá meina ég að við erum ekki að drekka nóg vatn. Líkaminn er orðinn þyrstur.  Vatn bætir orkuna, eykur bæði líkamleg og andleg afköst. (Lieberman, Journal of the American College of Nutrition)

Vatn er nauðsynlegt fyrir lifrina og nýrun. Þessi líffæri vinna bæði við það að losa okkur við úrgang og eiturefni. Vatnið hjálpar við afeitrunina og álagið verður svo mikið meira á þeim ef við drekkum ekki nóg vatn. Já, vatnið skolar eiturefnum og öðrum úrgangi úr líkamanum og getur hjálpað til við að halda húðinni heilbrigðri.  Þegar líkaminn hefur nóg vatn hefur húðin fallegri lit og hún geislar næstum. Hver vill það ekki?(Batmanghelidj F. Water: For health, for healing, for life: you´re not sick, you´re thirsty! Grand Central Publishing 2003. 34)

Vatnsdrykkja getur líka hjálpað í baráttunni gegn offitu því oft þegar maður finnur til svengdar þá er líkaminn að kalla á vatn en ekki mat. Þess vegna er góð þumalputtaregla að reyna að slá á hungrið með 1-2 glösum af vatni. Ég finn það sjálf að þegar ég er duglegri að drekka vatn verð ég ekki eins skyndilega svöng. 

Vatn er lífsnauðsynlegt og sérstaklega þegar kemur að meltingunni og í upptöku vatnsleysanlegra vítamína og steinefna.  Til dæmis eru B vítamín, C vítamín og fólat sýra vatnsleysanleg. Vatn er nauðsynlegt við byggingu vöðva og líka nauðsynlegt til þess að heilinn geti starfað eðlilega. Þessi flókna starfsemi heilans á m.a. stað í taugamótunum þegar taugafrumur eru að miðla „upplýsingum“ hver til annarar. Það er vökvi allt í kringum þessi taugamót og þar er sko ekki gos, kaffi né ávaxtasafi. Þar er vatn! Þegar við erum með nóg vatn í kerfinu þá fara þessi samskipti fram á auðveldari hátt. Við fáum færri höfuðverki, betri starfsemi taugafrumna, höfum betri einbeitingu og almennt meira úthald. (Remal RA. Water. Urotext. 2009. 314)

Lítil rannsókn í lokin:
Eins og kom fram áður þá er 83% af blóðinu vatn. Það eru meiri líkur á að fá heilablóðfall þegar blóðið er þykkt. Með því að drekka meira vatn, þynnist blóðið og blóðflæðið verður betra.  Það er líka búið að tengja lélega vatnsdrykkju við aukna hættu á hjartasjúkdómum. Úrtakið fyrir rannsóknina var yfir 20.000 manns og það var fylgst með þeim í nokkur ár. Niðurstöðurnar sýndu að þeir sem drukku minna en tvö glös af vatni á dag áttu í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma en þeir sem drukku 5+ glös af vatni á dag. Þær konur sem drukku fimm eða fleiri glös á dag voru með 40% lækkun á hjartasjúkdómum miðað við hina hópana. Það var enn meiri munur hjá karlmönnum en þar var munurinn 60% hjá þeim sem drukku 5 eða fleiri glös af vatni á dag. (American Journal of Epidemoiology Vol. 15, No.9: 827-833)

Vatnsdrykkja minnkar líka líkurnar á að fá gallsteina, það er jafnvel hægt að koma í veg fyrir þá með aukinni vatnsneyslu og verulegri minnkun á kólestról neyslu. (Kleiner, "Water, an essential but overlooked nutrient" J Am Diet Assc. 1999)   Vatnsdrykkja minnkar líka líkurnar á því að fá nýrnasteina. ("Preventing and Treating Dehydration.... Journal of Nutrition. February 2009)

Eins og ég sagði í byrjun, þá er þetta eitthvað sem við vitum öll en það er bara ekki hægt að segja þetta nógu oft né leggja nógu mikla áherslu á þessa blessuðu vatnsdrykkju. Það að drekka nóg vatn er grunnatriði sem gagnast svo í öllu öðru sem við kemur lífstíl okkar.

Til að sirka hvenær vatnsneyslan er „rétt“. Þá er hægt að miða við að ef þvagið er dökkgult þá er maður ekki í góðum  málum. Það á að vera nánast tært með örlitlum gulum blæ. Ef þvagið er alveg glært þá er maður kannski að drekka aðeins of mikið. (N.Nedley, MD) Við eigum nóg af góðu, hreinu, og nánast ókeypis vatni hér á Íslandi og höfum enga afsökun fyrir því að vera ekki með vatnsbrúsa í skólatöskunni. Þetta er of einfalt til að klikka á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott þetta :)

Bara muna að gefa upp heimildir fyrir rannsóknum :)

Jónas Tryggvi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 19:56

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Alveg rétt hjá þér Jónas, var að flýta mér of mikið í skólann í morgun! Skal bæta þeim inn :)

Elísa Elíasdóttir, 2.9.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband