Þögli morðinginn

Of hár blóðþrýstingur eða „hypertension“ hefur oft verið nefndur „the silent killer“  eða þögli morðinginn því að einkennin koma ekki alltaf greinilega í ljós. Mennskja sem virðist vera við hestaheilsu getur verið með of háan blóðþrýsting. 90% af tilfellum of hás blóðþrýs...tings eru ekki af völdum annarra sjúkdóma. „Slæmt“ matarræði getur valdið háþrýstingi.  Það merkilega er að það er til matur sem hjálpar við að lækka blóðþrýstinginn og halda honum jöfnum. Það er einnig hægt  að lækka blóðþrýstinginn með því að forðast mat sem stuðlar að hækkun blóðþrýstings. Hljómar einfalt og rökrétt, ekki satt?

Hvað getur hjálpað við að slá á háþrýsting?

  • Drekktu mikið vatn, það þynnir blóðið.
  • Trefjarík fæða er góð:  grænmeti, ávextir, hnetur (ósaltaðar n.b. jarðhnetur eru ekki hnetur!) og heilkorn. Þessir fæðuflokkar eiga ekki að valda of háum blóðþrýstingi.
  • Ávextir og grænmeti sem eru rík af kalíum (potassium). Kalíum hjálpar líkamanum að losa sig við óþarfa salt. Sem dæmi má nefna papaya, fíkjur, banana, og sveskjur.
  • Hvítlaukur jafnar út blóðþrýsting, hvort sem hann er of hár eða of lágur.
  • GSE – grapeseed extract (fyrir þá sem kannast við góðgætið)
  • Tómatar, laukur og sellerí ásamt hvítlauk draga úr háþrýstingi og hjálpa til við að styrkja hjartavöðvann.
  • Spergilkál (brokkolí), gulrætur, hvítkál, blómkál, kartöflur (með hýði), lárpera (avocado), appelsína, greipaldin og ferskjur eru einstaklega hjálpleg þegar koma á í veg fyrir að ákveðin efni setjist á æðaveggi og smám saman leiði til stíflunar kransæða.
  • Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við of háan blóðþrýsting.
  • Cayenne pipar lækkar blóðþrýsting.

Hvað ætti ég að forðast þegar ég reyni að ná blóðþrýstingnum niður?

  • Ekki nota of mikið salt. Salt er ekki bara salt, það leynist úti um allt ekki gleyma matarsódanum, soya sósunni, gervisykri og rotvarnarefnum. Mjólkurvörur innihalda oft mikið salt/sodium.
  • Slepptu kjöti þá sérstaklega reyktum og unnum kjötvörum eins og beikoni, pylsum, skinku, kjötáleggjum og niðursoðnum fiski (t.d. túnfiski og sardínum).
  • Áfengi er alveg no - no.

Regluleg hreyfing (t.d. göngur, sund og önnur líkamsrækt) er mikilvæg til þess að viðhalda heilbrigðu hjarta- og æðakerfi.

Þessi stutta samantekt er einungis ætluð til fræðslu og á ekki að koma í staðinn fyrir læknisráðgjöf. Hinsvegar get ég sagt ykkur ótal sögur um konur og karla sem fóru eftir þessum einföldu ráðum og losnuðu við öll merki um háþrýsting.

Upplýsingarnar og ráðin eru fengin úr „Natural Remedies Encyclopedia“  sem Vance Ferrell og Harold M. Cherne, M.D. skrifuðu og tóku saman. Bókin er 1000 blaðsíðna hlunkur sem kann ráð við öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir fyrir þessar þarflegu og mikilvægu upplýsingar, Elísa. Nútímamanninum hefur ekki verið kennt nógu vel hvernig á að lifa. Við þurfum jú að fara eftir vissum lögmálum og neyta hollrar líkamlegrar og ekki síður andlegrar fæðu, til að lifa við góða heilsu.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 08:48

2 identicon

ÉG ÞAKKA FYRIR GÓÐ OG GAGNLEG RÁÐ, OG FRÓÐLEIK . KVEÐJA . HILMAR SÆBERG. (DALAMAÐUR).

HILMAR SÆBERG ÁSGEIRSSON (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband