Kókos-epla-smákökur

'Mjög einföld uppskrift af smákökum sem tekur enga stund að baka. 

Ég var búin að lofa vinkonu minni uppskrift af þessum kókos-epla-smákökum sem hún smakkaði um daginn. Þetta var fyrsta skiptið sem ég bjó þær til og ég sleppti sykrinum. Úr þessari uppskrift verða u.þ.b. 20 smákökur.

2 bollar kókosmjöl
1 bolli heilhveiti eða hrísgrjónamjöl (helst úr hýðishrísgrjónum)
2 msk. Maizena (maísmjöl)
1 tsk. salt
1 1/2 bolli epli
2 msk. sucanat eða hrásykur eða púðursykur (má sleppa)
1/3 bolli hunang
1 tsk vanilla
1/4 bolli eplasafi (gæti þurft meira, degið á ekki að vera þurrt)

 

  • 1 bolli af kókosmjöli, hveitinu og saltinu blandað saman í matvinnsluvél í 1mín.
  • Restinni af kókosmjölinu bætt ofan í með eplinu og sykrinum. Matvinnsluvélin sett í gang á ný þangað til þetta er orðið að mauki.  
  • Hunanginu og vanillunni bætt ofan í og öllu er blandað saman.

 

Það er gott að nota ísskeið eða matskeið til þess að móta litlar smákökur, það má síðan fletja þær út með gaffli ef maður vill. Bakað við 170°C í u.þ.b 15 mín eða þangað til að þær eru orðnar aðeins gylltar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband