Færsluflokkur: Dægurmál

Ókeypis heilsu-matreiðslunámskeið!

Má bjóða þér á ókeypis matreiðslunámskeið?

Stephanie Howard, frá Bandaríkjunum, hefur gefið út tvær vandaðar matreiðslubækur. Hún er nú komin til landsins og vill bjóða þér á ókeypis matreiðslunámskeið. Það verður haldið 21. 22. og 23. janúar í Suðurhlíðarskóla (Suðurhlíð 36) kl. 16:30-18:30.

Hún leggur sérstaka áherslu á heilsufæði og þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja læra að elda grænmetisrétti.

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 17. janúar  í síma 867-1640 eða á vigdislinda@hotmail.com

Ekki láta svona gott tækifæri fram hjá þér fara :)

 

1554509_1425782647657335_456732357_n 


Skólaskólaskóla...

154915_1544897817074_1073861966_31236535_890277_n

"Meatless Monday" í Los Angeles

Fréttin á Mbl um kjötlausu mánudagana í Los Angeles kom mér skemmtilega á óvart. Að sjálfsögðu er ekki verið að banna neinum að borða kjöt á mánudögum en það er einmitt oftast í svona smáskrefum sem fólk fikrar sig í átt að hollari lífsstíl.

Kjötlausir mánudagar góðir fyrir umhverfið og heilsuna :) Það var lýðheilsudeild John Hopkins háskólans sem kom "Meatless Monday" átakinu af stað og byrjaði á mötuneyti John Hopkins spítalans. Nú er verkefnið orðið umfangsmeira og hefur dreifst um Bandaríkin.

Það er sniðugt fyrir fjölskyldur sem vilja auka grænmetisneyslu að festa einn dag í viku sem "grænmetisfæðisdag". Á þessari síðu er slatti af uppskriftum og nokkrar góðar ástæður þess að draga úr kjötneyslu. http://www.meatlessmonday.com/

 


mbl.is Mánudagar verði kjötlausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænmetisvísur

Skemmtileg og vel kunnug vísa úr Dýrunum í Hálsaskógi. 

Þeir sem bara borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Þá fá allir mettan maga,
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga,
laus við slen og leti.

Sá er fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur
og maginn sýkist molnar tönn
og melt hann ekki getur.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og tómata.
Hann verður sæll og viðmótsljúfur
og vinamargur, heilladrjúgur
og fær heilar, hvítar tennur,
heilsu má ei glata.

 

Thorbjörn Egner 


Allur sannleikurinn?

Það er auðvitað sniðugt hjá fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum að fara í skólana til að auglýsa vörurnar sínar. Ná í unga viðskiptavini, það er gamalt trikk. 
(Þessi pistill er skrifaður vegna fréttar sem birtist á Mbl 26.09.12 um 16.000lítra af mjólk sem skólabörn drukku þann dag)

En getur verið að börnin hafi fengið valdar upplýsingar?

 

  • T.d. benda rannsóknir til þess að casein mjólkurpróteinið valdi ófrjósemi í karlmönnum og galaktósi því sama í konum. 
  • Hafið þið heyrt að fólk sé ekki með nógu mikið kalk? Í raun og veru borðar fólk, allavega á vesturlöndum, gífurlegt magn af kalki, sérstaklega úr mjólkurvörum. En við borðum svo mikið af dýrapróteini. Þegar líkaminn meltir það framleiðir hann brennisteinssýru. Líkaminn notar kalk sem "búffer" til að jafna pH stuðulinn. Við missum því mikið kalk með sýrunni í þvagi.
  • Nýlega varin doktorsritgerð í næringarfræði frá HÍ, benti á að þeir íslensku karlmenn sem neyttu mikillar mjólkur þegar þeir voru á aldrinum 10-20, voru 3x líklegri til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein en þeir sem drukku minna af mjólk á þessum aldri.
  • Rannsóknarmenn í Harvard komust að því að fólk sem drakk 2+ glös af mjólk á viku var ekki minna líklegt til að fá beinbrot en þeir sem drukku minna en 1 glas á viku. 
  • Indland, Kína og Japan eru meðal þeirra landa þar sem mjólkurneysla er frekar lítil. Þar er tíðni beinþynningar líka lítil. 
  • Svo er athylgisvert að 90% fólks frá Asíu, 70% svertingja og Indíjána, og 50% „hispanics“ eru með mjólkuróþol.
  • Það er kalk í mun fleiri matvörum en mjólk. Það er því óþarfi að auglýsa mjólk eins og hún sé lífsnauðsynlegt næringarefni. 
  • Harvard háskóli tók mjólkurvörur út af "fæðudisknum" (líkt og fæðupýramídi) sínum en nú er glas við hlið disksins þar sem stendur að mjólkurneysla ætti ekki að vera of mikil.
283445_10150250921598818_215379383817_7204479_6340085_n 
 
 
Enn og aftur vil ég benda á að þetta eru allt upplýsingar sem ég hef aflað mér í gegnum mjög aðgengilegar heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu.
 
Heimildir: 
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/healthy-eating-plate/index.html 
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/calcium-full-story/ 

Hvítlaukur

Hvítlaukur er að mínu mati alveg ómissandi í matargerð. Ég gæti sett hvítlauk í nánast allt. 

Á myndinni sjáið þið hvítlaukinn sem mamma var að rækta, hún var að taka hann upp um daginn, hann er ferskur, fallegur og bragðast vel!

                                 isl_hvitlaukur

Hvítlaukur er alveg meinhollur. Samkvæmt National Cancer Institute (www.cancer.gov) hafa rannsóknir sýnt að þegar fólk borðaði mikinn hvítlauk var hættan á að fá krabbamein í meltingarfærin greinilega minni.  Það er mikið verið að rannsaka samband hvítlauks og krabbameins.

 

  • Efnin í hvítlauk örva DNA viðgerðir í frumum.
  • Hvítlaukur hefur andoxunareiginleika.
  • Hvítlaukur bætir ónæmiskerfið, er góður gegn bakteríu-, veiru-, og sveppasýkingum og bólgum. 
  • Hann er góður fyrir hjartað.
  • Inniheldur C vítamín
  • Er talinn vinna gegn krabbameini.
  • Létt eldaður hvítlaukur lækkar blóðþrýsting og kólestról.
  • Góður gegn hósta og bronkítis.

 

Svo hef ég oft heyrt að það hjálpi að borða hvítlauk í stríðinu við moskítóflugur. Þær eru ekki hrifnar af lyktinni.

Plíííís, ekki segja að þú getir ekki borðað hvítlauk vegna andfýlunnar sem oft fylgir. Tyggðu bara smá steinselju eftir máltíðina J

 

Enn og aftur eru þetta upplýsingar sem eru eingöngu ætlaðar til fræðslu og eru mjög aðgengilegar í bókum og á veraldarvefnum. 

Heimildir: cancer.gov og naturalsociety.com


Thrumur og eldingar

Eg tharf ad fara en eg held eg hafi nokkrar minutur i vidbot. I fyrrakvold var brjaladasta thrumuvedur sem eg hef nokkurn timann upplifad! Gestarumid er i kjallaranum i husinu her og eg var bara med pinulitinn glugga efst i einu horninu en thetta risastora rymi lystist algjorlega upp thegar eldingarnar byrjudu. Thad voru svo margar storar eldingar, eg heyrdi minna i thrumunum en odru hvoru heyrdi eg i risa sprengithrumu sem hljomadi eins og allt gamlarskvold a 3 sek. Mer bra i hvert skipti. A einni minutu taldi eg 16 eldingar! Thid getid rett imyndad ykkur hvad thad var erfitt ad sofna. Thetta var mjog spennandi, eg laeddist upp a jardhaedina um midja nott til ad fylgjast med eldingunum en nadi svo loksins ad skrida undir saengina og sofna. Thetta var alvoru ljosanott!

Thess ma geta ad vid erum ad reyna ad komast aftur til British Columbia i dag en Trans-Canada-Highway hefur verid lokud i meira en solarhring vegna aurskrida af voldum ovedursins. Otrulegt ad eitt almennilegt thrumuvedur geti lokad thjodvegi Kanada i svona langan tima. En svona er thetta.


21 mínúta

Vissir þú að þeir sem hreyfa sig í 21 mínútu á dag eru 65% minna líklegir til þess að finna fyrir 2012-1005-page30-intext2.jpgþreytu á daginn en þeir sem hreyfa sig ekki? Nei? Nú veistu það. 

Heimild: Mental Health and Physical Activity (skemmtilegt og fróðlegt tímarit)

P.s. ekki svindla og halda að það þurfi bara að vera 21 mín. samanlagt yfir daginn. Núna er einmitt svo fínt veður úti til þess að fara í stutta morgun- eða kvöldgöngu.


Einföld breyting á kennslu

Mjög einföld en skilvirk breyting. Hér er myndband af kennara í BNA sem breytti kennsluaðferðum í bekknum sínum, það eina sem hún gerði var að snúa sínu hefðbundna kerfi við. Mér finnst þetta einstaklega sniðugt fyrir stærðfræðikennslu.


Maturinn er meðalið

Ég sá þessa mynd, en hún gekk á milli vina minna á Smettisskruddunni (Facebook).
Ég get ekki tekið 100% undir hana vegna þess að það er ekki hægt að alhæfa svona,
og þetta er sett svolítið svart/hvítt fram. Samt sem áður eru þarna skilaboð sem við getum
pælt í.

 

523476_3375535580635_1036686704_33089572_593959757_n.jpg

Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, sagði "Let food be your medicine, and your medicine be your food". Þetta þýðir að það sem við borðum ætti að vera meðalið okkar, við myndum þá líklegast vilja borða eitthvað sem styrkir okkur og læknar frekar en það sem gerir okkur illt. Hann sagði líka að "Medicine should do no harm", en hefðbundin lyf í dag hafa heldur betur aukaverkanir. Ég vildi óska þess að þetta væri ennþá stefnan hjá mörgum fagstéttum í dag.

Ekki misskilja mig samt, ég er gífurlega þakklát fyrir læknavísindin og lyfjafræðina. Mér finnst bara svo rökrétt að borða þann mat sem hressir mann og styrkir og að það sem ég læt ofan í mig hafi bein áhrif á líkamsstarfsemina.

 


mbl.is Heilbrigði kemur í veg fyrir krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband