5m fra birni!

Eg er buin ad vera a ferdalagi sidustu daga her i Kanada. Eg er nuna i Calgary i Alberta og i gaer forum vid til Banff sem er thjodgardur her i Kanada. Thad er gifurlega fallegt thar og fjollin eru otruleg. Eftir ad hafa skodad marga flotta stadi og eftir nokkrar gonguferdir tha akvodum vid ad fara heim ad sofa. VId hofdum ekki sed nein dyr a leidinni hingad til Alberta sem er alveg otrulegt vegna thess ad vid keyrdum i naestum 10klst og stor hluti leidarinnar var i gegnum klettafjollin.
I gaerkvoldi saum vid loksins dyr, og thad var otrulegt!!! Vid saum amk 6 elgi og svo saum vid 2 birni. Oll thessi dyr voru bara a beit alveg vid veginn og voru sallaroleg og gengu rosalega haegt og litu upp odru hvoru. Thad var otrulega skemmtilegt thvi vid nadum morgum finum myndum. Eg a eftir ad skoda thaer betur og setja thaer inn i tolvuna og eg skelli etv nokkrum inn seinna.
Vid vorum um 1 1/2 metra fra einum elgnum og ekki fjaer en 5 metrum fra odrum birninum. Vid vorum samt inni i bilnum en dyrin voru svo roleg ad thad var alveg otrulegt. Audvitad er madur samt alltaf med bilinn i gir og tilbuinn ad taka af stad og rulla upp rudunum ef dyrid synir minnstu styggd. Thad ad sja birnina gerdi daginn 1000x betri!!!

Vedrid her i Calgary er svipad og islenskt sumarvedur, frekar milt og thad er eiginlega alltaf half skyjad og vindur odru hvoru. Eg er buin ad njota thess ad borda morgunmat uti a palli, jardarber og blaber i naestum hverja maltid. Blaberin eru svo otrulega god!

En jaeja, thetta verdur ekki lengra hja mer i bili. Eg vona ad thid hafid thad gott og skiljid skritnu stafsetninguna mina, eg verd nefnilega ekki med islenskt lyklabord i thessari viku.

Bestu kvedjur,
Elisa


Hvar í heiminum? Lausn

Jú, þetta var spennandi leikur, það fannst mér að minnsta kosti. Rétt svar er British Columbia í Kanada. Einn lesandi var með Kanada rétt og svo kom annar sem giskaði enn nákvæmar og sagði í grennd við Vancouver. Ég er í 4 klst. keyrslu norðaustur af Vancouver svo það er hárrétt.

Nú er gátan leyst, en eins og þið vitið þá er BC mjög fjölbreytt fylki og hér fylgir enn ný mynd sem er rétt hjá mér. Ég er í svokallaðri "semidesert" og myndin hér fyrir neðan er tekin 40 mín héðan en þar er miklu rakara og mikil rigning, vatnið er hinsvegar 30 mín í hina áttina og þar var ég einu sinni þegar skógareldar geisuðu í báðum fjallshlíðunum og ösku rigndi yfir vatnið.

Fljótið sem sást á fyrstu myndinni er "Fraser River", lengsta á í BC eða 1,375km.

 IMG_0417


Hvar í heiminum? Vísbending #2

Það var skemmtilegt að fá svona margar athugasemdir! Það voru margar góðar ágiskanir en ég er fyrir ofan miðbaug, ég er úti í sveit og það er ekki óalgengt að sjá villihunda hér... og fjallaljón. Það eru birnir útum allt. Svo eru mörg vötn hér og hér er mynd af vatninu sem er næst mér.

IMG_3714-2

Hvar í heiminum...?

Ég hef sett inn færslu í nokkrar vikur, því miður en þið megið búast við nýrri á næstunni. Þangað til megið þið giska hvar ég er í heiminum. Veðrið er mjög gott á daginn og þetta er það sem ég sé út um gluggann þegar ég vakna á morgnana:

 

 

img_5798.jpg

 


Erfitt með að sofna?

Hér er annar lítill moli.

1. Rannsókn sem gerð var í Taiwan sýndi að þeir sem borðuðu 2 kiwi  einni klukkustund fyrir svefn á hverju kvöldi í 4 vikur, sofnuðu 35% hraðar en þeir sem gerðu það ekki.
Kiwi innihalda efnið serotonin en það kemur reglu á svefninn.

2. Þess má geta að bananar, plómur og ananas innihalda einnig gott magn af serotonin. Valhnetur innihalda mjög mikið serotonin og þá sérstaklega tegundin "black walnut". Tómatar og spínat innihalda líka serotonin en í minna magni. 

Heimildir:
1. Þessar upplýsingar voru birtar á ensku í tímaritinu Adventist World. En þar er Men’s Health  gefið upp sem heimild.
2. http://www.livestrong.com/article/447943-what-food-or-fruit-contains-serotonin/


21 mínúta

Vissir þú að þeir sem hreyfa sig í 21 mínútu á dag eru 65% minna líklegir til þess að finna fyrir 2012-1005-page30-intext2.jpgþreytu á daginn en þeir sem hreyfa sig ekki? Nei? Nú veistu það. 

Heimild: Mental Health and Physical Activity (skemmtilegt og fróðlegt tímarit)

P.s. ekki svindla og halda að það þurfi bara að vera 21 mín. samanlagt yfir daginn. Núna er einmitt svo fínt veður úti til þess að fara í stutta morgun- eða kvöldgöngu.


Einföld breyting á kennslu

Mjög einföld en skilvirk breyting. Hér er myndband af kennara í BNA sem breytti kennsluaðferðum í bekknum sínum, það eina sem hún gerði var að snúa sínu hefðbundna kerfi við. Mér finnst þetta einstaklega sniðugt fyrir stærðfræðikennslu.


Kókos-epla-smákökur

'Mjög einföld uppskrift af smákökum sem tekur enga stund að baka. 

Ég var búin að lofa vinkonu minni uppskrift af þessum kókos-epla-smákökum sem hún smakkaði um daginn. Þetta var fyrsta skiptið sem ég bjó þær til og ég sleppti sykrinum. Úr þessari uppskrift verða u.þ.b. 20 smákökur.

2 bollar kókosmjöl
1 bolli heilhveiti eða hrísgrjónamjöl (helst úr hýðishrísgrjónum)
2 msk. Maizena (maísmjöl)
1 tsk. salt
1 1/2 bolli epli
2 msk. sucanat eða hrásykur eða púðursykur (má sleppa)
1/3 bolli hunang
1 tsk vanilla
1/4 bolli eplasafi (gæti þurft meira, degið á ekki að vera þurrt)

 

  • 1 bolli af kókosmjöli, hveitinu og saltinu blandað saman í matvinnsluvél í 1mín.
  • Restinni af kókosmjölinu bætt ofan í með eplinu og sykrinum. Matvinnsluvélin sett í gang á ný þangað til þetta er orðið að mauki.  
  • Hunanginu og vanillunni bætt ofan í og öllu er blandað saman.

 

Það er gott að nota ísskeið eða matskeið til þess að móta litlar smákökur, það má síðan fletja þær út með gaffli ef maður vill. Bakað við 170°C í u.þ.b 15 mín eða þangað til að þær eru orðnar aðeins gylltar.  

 


Maturinn er meðalið

Ég sá þessa mynd, en hún gekk á milli vina minna á Smettisskruddunni (Facebook).
Ég get ekki tekið 100% undir hana vegna þess að það er ekki hægt að alhæfa svona,
og þetta er sett svolítið svart/hvítt fram. Samt sem áður eru þarna skilaboð sem við getum
pælt í.

 

523476_3375535580635_1036686704_33089572_593959757_n.jpg

Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, sagði "Let food be your medicine, and your medicine be your food". Þetta þýðir að það sem við borðum ætti að vera meðalið okkar, við myndum þá líklegast vilja borða eitthvað sem styrkir okkur og læknar frekar en það sem gerir okkur illt. Hann sagði líka að "Medicine should do no harm", en hefðbundin lyf í dag hafa heldur betur aukaverkanir. Ég vildi óska þess að þetta væri ennþá stefnan hjá mörgum fagstéttum í dag.

Ekki misskilja mig samt, ég er gífurlega þakklát fyrir læknavísindin og lyfjafræðina. Mér finnst bara svo rökrétt að borða þann mat sem hressir mann og styrkir og að það sem ég læt ofan í mig hafi bein áhrif á líkamsstarfsemina.

 


mbl.is Heilbrigði kemur í veg fyrir krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um hamp fræ...

Ótrúlega næringarrík fræ, furðurleg samt hvað Ísland er oft langt á eftir samtímanum...

Eftirfarandi skrifaði ég  6.9.2011

Í dag var ég að kynna mér Hamp fræ, afurð sem er ekki mjög þekkt á Íslandi. Hamp fræ eru fræ plöntunar Cannabis Sativa. Þetta er sama tegund og Maríjuana er framleitt úr en annað afbrigði. Hamp fræin eru mjög próteinrík og hafa verið kölluð „næringarlega fullkomnasta fæðan“. Prótein eru úr amínósýrum og það er merkilegt að þessi hamp fræ innihalda 18 af 20 amínósýrunum sem eru byggingareiningar próteina og þær innihalda þær 10 lífsnauðsynlegu sem líkaminn okkar framleiðir ekki sjálfur. Próteinin í hampi eru svo góð því að líkaminn vinnur auðveldlega úr þeim. Edestin er globulin prótein sem maður finnur mikið af í fræjunum. Edestin er sagt bæta meltinguna .

Það sem mikið hefur verið talað um í Hamp fræjum eru hollu fitusýrurnar. Hamp fræ eru sögð hafa eitt besta hlutfall sem hentar manninum af fitusýrum. Omega3,6 og GLA. Það er líka E vítamín í þessum fræjum.

Hampfræ eiga líka stuðla að: Lækkun blóðþrýstings. Lækkun LDL kólestrólmagns. Minnkun bólgna og vera góð við gigtareinkennum. Aukinni orku og betri meltingu.

Efnin í Hampfræjum eiga líka að vera góð fyrir þurrt skinn og vera góð fyrir hárið.Þegar litið er á amínósýrurnar í Hampfræjum þá hefur verið sagt að þetta sé nánast fullkomin afurð til að fá prótein. Fræin innihalda allar amínósýrur sem líkaminn þarf. Önnur næringarefni í fræjunum eru magnesíum, C-vítamín, beta-karótín, kalk, trefjar, járn, B1 vítamín, B2 vítamín, B3 vítamín, zinc, kopar, manganese, chlorophyll og phytosterol (lækkar kólestról!)

Ég hef bara rétt aðeins kynnt mér næringargildi Hampfræja en það sem mér finnst mest spennandi er bara hvað þau eru góð á bragðið. Ég sá þau fyrst þegar ég var úti í Kanada, en þar er leyfilegt að rækta þau. Þetta eru ekki ódýr fræ en þau eru ræktuð undir mjög ströngu eftirliti. Þetta er ótrúlega spennandi afurð og sérstaklega fyrir þá sem vilja ekki drekka kúamjólk.

Við erum nefnilega farin að búa til Hamp mjólk úr þessum fræjum. Það er mjög einfalt og ég læt uppskriftina fylgja með. Það er mikil fita í fræjunum (holl fita sem er nauðsynleg) og þegar maður býr mjólkina til þá fær maður svona frekar þykka, rjómakennda mjólk. Þetta er nánast eins og að vera með mjólkurhristing úti á morgunkorninu. Hún er svo góð að maður getur drukkið hana eintóma og það er enn betra að bæta nokkrum berjum eða ávöxtum við. Ég hef séð hamp fræ (Hemp seeds) til sölu hér á landi, þá örugglega í heilsubúðum/heilsuhornum. Við keyptum okkar í Kanada. Ég er alveg orðin háð þessari mjólk. Samt get ég lofað að það er ekkert maríjúana í henni, ég er ekki háð henni í þeim skilningi. ;)

Hér er uppskriftin:
1 bolli hampfræ
5 döðlur
örlítið salt
vanilla/vanillusykur/vanillusýróp
1 bolli vatn

Þetta er allt sett í blandara og þegar það er nokkuð vel þeytt þá bætir maður meiru vatni við. Samanlagt á þetta að gera u.þ.b. 1700ml af mjólk.

Endilega prófið þetta, sérstaklega ef ykkur langar að minnka kúamjólkurneyslu, eruð vegan eða með mjólkuróþol.

Ég vil minna aftur á að þetta eru allt upplýsingar sem ég er að afla mér í gegnum heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu. Ég er ekki með doktorspróf í hemp fræjum svo ég gef mér smá +- frávik fyrir mannleg mistök, en á heildina litið líst mér ótrúlega vel á þessa vöru!

Ég studdist við :
Wikipedia greinar um Hamp mjólk og hamp. http://www.ratical.com/renewables/hempseed1.html
Grein um Hamp olíu sem Dr.Weil, MD frá Harvard skrifaði.
http://www.thenourishinggourmet.com/2009/03/hemp-seed-nutritional-value-and-thoughts.html
Hemp Seed: The most Nutritionally complete food source in the worlds: Hemp Line Journal, July-August 1992, pp. 14-15, Vol. I No. 1

 


mbl.is Ofurfæða sem kemur úr sömu átt og kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband