5m fra birni!

Eg er buin ad vera a ferdalagi sidustu daga her i Kanada. Eg er nuna i Calgary i Alberta og i gaer forum vid til Banff sem er thjodgardur her i Kanada. Thad er gifurlega fallegt thar og fjollin eru otruleg. Eftir ad hafa skodad marga flotta stadi og eftir nokkrar gonguferdir tha akvodum vid ad fara heim ad sofa. VId hofdum ekki sed nein dyr a leidinni hingad til Alberta sem er alveg otrulegt vegna thess ad vid keyrdum i naestum 10klst og stor hluti leidarinnar var i gegnum klettafjollin.
I gaerkvoldi saum vid loksins dyr, og thad var otrulegt!!! Vid saum amk 6 elgi og svo saum vid 2 birni. Oll thessi dyr voru bara a beit alveg vid veginn og voru sallaroleg og gengu rosalega haegt og litu upp odru hvoru. Thad var otrulega skemmtilegt thvi vid nadum morgum finum myndum. Eg a eftir ad skoda thaer betur og setja thaer inn i tolvuna og eg skelli etv nokkrum inn seinna.
Vid vorum um 1 1/2 metra fra einum elgnum og ekki fjaer en 5 metrum fra odrum birninum. Vid vorum samt inni i bilnum en dyrin voru svo roleg ad thad var alveg otrulegt. Audvitad er madur samt alltaf med bilinn i gir og tilbuinn ad taka af stad og rulla upp rudunum ef dyrid synir minnstu styggd. Thad ad sja birnina gerdi daginn 1000x betri!!!

Vedrid her i Calgary er svipad og islenskt sumarvedur, frekar milt og thad er eiginlega alltaf half skyjad og vindur odru hvoru. Eg er buin ad njota thess ad borda morgunmat uti a palli, jardarber og blaber i naestum hverja maltid. Blaberin eru svo otrulega god!

En jaeja, thetta verdur ekki lengra hja mer i bili. Eg vona ad thid hafid thad gott og skiljid skritnu stafsetninguna mina, eg verd nefnilega ekki med islenskt lyklabord i thessari viku.

Bestu kvedjur,
Elisa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband