Maturinn er meðalið

Ég sá þessa mynd, en hún gekk á milli vina minna á Smettisskruddunni (Facebook).
Ég get ekki tekið 100% undir hana vegna þess að það er ekki hægt að alhæfa svona,
og þetta er sett svolítið svart/hvítt fram. Samt sem áður eru þarna skilaboð sem við getum
pælt í.

 

523476_3375535580635_1036686704_33089572_593959757_n.jpg

Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, sagði "Let food be your medicine, and your medicine be your food". Þetta þýðir að það sem við borðum ætti að vera meðalið okkar, við myndum þá líklegast vilja borða eitthvað sem styrkir okkur og læknar frekar en það sem gerir okkur illt. Hann sagði líka að "Medicine should do no harm", en hefðbundin lyf í dag hafa heldur betur aukaverkanir. Ég vildi óska þess að þetta væri ennþá stefnan hjá mörgum fagstéttum í dag.

Ekki misskilja mig samt, ég er gífurlega þakklát fyrir læknavísindin og lyfjafræðina. Mér finnst bara svo rökrétt að borða þann mat sem hressir mann og styrkir og að það sem ég læt ofan í mig hafi bein áhrif á líkamsstarfsemina.

 


mbl.is Heilbrigði kemur í veg fyrir krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Reyndar sagði Hippókrates þetta ekki á ensku, heldur á forn-grísku ...

Elías Halldór Ágústsson, 13.4.2012 kl. 16:01

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Takk fyrir innlitið. Skarplega athugað, því miður kann ég ekki forngrísku. Hélt ég slyppi betur með þetta á ensku en illa þýtt á íslensku :)

Elísa Elíasdóttir, 13.4.2012 kl. 16:13

3 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Annars væri þetta svona á nútímagrísku skv. google translate (sem ég treysti ekki fyrir neinu).

Αφήστε τα τρόφιμα να είναι το φάρμακό σας

Elísa Elíasdóttir, 13.4.2012 kl. 16:14

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta er einhvers staðar hér: http://archive.org/stream/hippocrates04hippuoft#page/98/mode/2up

Upphafsorðin, sem eru sennilega frægustu orð sem eignuð eru Hippókratesi, Ho bios brachys, he de techne makre, "Lífið er stutt, en listin er löng" þýðir að þekking verði ekki til á einni mannsævi.

Elías Halldór Ágústsson, 13.4.2012 kl. 16:40

5 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Takk fyrir slóðina! Þetta er örugglega ekki leiðinleg lesning :)

Elísa Elíasdóttir, 13.4.2012 kl. 16:46

6 identicon

Margt til í þessu. Hippókrates gat náttúrulega ekki séð fyrir sér lyf sem þyrftu að vera svo sterk og öflug, eins og t.d. krabbameinslyf, að það væri óhjákvæmilegt að þau hefðu slæm áhrif á alla líkamsstarfsemina. Hann hafði ekki reynsluheim til að geta ímyndað sér það og skildi ekki eðli sjúkdóma eins og krabbameins. Annars sagði einu sinni svæfingalæknir sem ég þekki við mig að það væri ágætt að hafa í huga, þegar talað væri um lyf og aukaverkanir af þeim, að það væri nú einu sinni þannig með lyfin að ef það væru ENGAR aukaverkanir af lyfinu væri ansi líklegt að það væri bara hreint ekkert gagn í því! Þ.e. að það væri nánast óhjákvæmilegt að þegar lyf færi að virka á meinsemdina sem því væri ætlað að lækna eða lina hefði það einhver mismikil áhrif á aðra þætti líkamsstarfseminnar, þetta væri einfaldlega allt svo samtvinnað hvert öðru. Svo að það væri fínt að kaupa lyf sem væri staðhæft að hefði "engar aukaverkanir" - maður ætti bara ekki að gera sér allt of miklar vonir um að slíkt lyf hefði neinar verkanir yfirhöfuð!

Þetta meikar svosem alveg sens þegar út í það er hugsað.

En mottóið "að gera engan skaða" mættu allar fagstéttir hafa í heiðri, satt er það :)

Halla Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 13:32

7 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Sæl Halla,
Ég er alveg sammála þér með lyfin, og ég hefði örugglega átt að taka það skýrar fram að ég er alls ekki á móti lyfjum og því miður fylgja aukaverkanir með, þannig er það bara.

Það sem ég vildi vekja athygli á (og gerði kannski ekki nógu vel) er það að það er svo oft sem hægt væri að nota heilbrigt matarræði sem hluta af meðferð og fyrst og fremst sem forvarnir. Eins og myndir bendir á, að skilja ekki meðferðir og matarræði að.

Takk fyrir innlitið! :)

Elísa Elíasdóttir, 14.4.2012 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband