Færsluflokkur: Lífstíll

Allur sannleikurinn?

Það er auðvitað sniðugt hjá fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum að fara í skólana til að auglýsa vörurnar sínar. Ná í unga viðskiptavini, það er gamalt trikk. 
(Þessi pistill er skrifaður vegna fréttar sem birtist á Mbl 26.09.12 um 16.000lítra af mjólk sem skólabörn drukku þann dag)

En getur verið að börnin hafi fengið valdar upplýsingar?

 

  • T.d. benda rannsóknir til þess að casein mjólkurpróteinið valdi ófrjósemi í karlmönnum og galaktósi því sama í konum. 
  • Hafið þið heyrt að fólk sé ekki með nógu mikið kalk? Í raun og veru borðar fólk, allavega á vesturlöndum, gífurlegt magn af kalki, sérstaklega úr mjólkurvörum. En við borðum svo mikið af dýrapróteini. Þegar líkaminn meltir það framleiðir hann brennisteinssýru. Líkaminn notar kalk sem "búffer" til að jafna pH stuðulinn. Við missum því mikið kalk með sýrunni í þvagi.
  • Nýlega varin doktorsritgerð í næringarfræði frá HÍ, benti á að þeir íslensku karlmenn sem neyttu mikillar mjólkur þegar þeir voru á aldrinum 10-20, voru 3x líklegri til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein en þeir sem drukku minna af mjólk á þessum aldri.
  • Rannsóknarmenn í Harvard komust að því að fólk sem drakk 2+ glös af mjólk á viku var ekki minna líklegt til að fá beinbrot en þeir sem drukku minna en 1 glas á viku. 
  • Indland, Kína og Japan eru meðal þeirra landa þar sem mjólkurneysla er frekar lítil. Þar er tíðni beinþynningar líka lítil. 
  • Svo er athylgisvert að 90% fólks frá Asíu, 70% svertingja og Indíjána, og 50% „hispanics“ eru með mjólkuróþol.
  • Það er kalk í mun fleiri matvörum en mjólk. Það er því óþarfi að auglýsa mjólk eins og hún sé lífsnauðsynlegt næringarefni. 
  • Harvard háskóli tók mjólkurvörur út af "fæðudisknum" (líkt og fæðupýramídi) sínum en nú er glas við hlið disksins þar sem stendur að mjólkurneysla ætti ekki að vera of mikil.
283445_10150250921598818_215379383817_7204479_6340085_n 
 
 
Enn og aftur vil ég benda á að þetta eru allt upplýsingar sem ég hef aflað mér í gegnum mjög aðgengilegar heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu.
 
Heimildir: 
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/healthy-eating-plate/index.html 
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/calcium-full-story/ 

Það sem fyrir þeim er haft?

Það er sorglegt að næstum fjórðungur níu ára barna séu of þung.
Ofþyngd getur aukið líkurnar á að einstaklingar fái of háan blóðþrýsting, áunna sykursýki, hjartasjúkdóma, öndunartruflanir, þunglyndi og margt fleira.  

Healthy-eating-image-3

Getur verið að íslensk börn sitji of mikið? Í skólanum, fyrir framan (leikja)tölvuna og sjónvarpið? Hreyfa þau sig kannski of lítið á móti?

Árið 2003-2004 borðuðu 9 og 15 ára íslensk börn of mikinn sykur, of lítið af trefjum. Neysla grænmetis og ávaxta var aðeins helmingur ráðlagðs dagsskammtar.

Ef ég ætti að giska á lausn myndi ég segja:
Meiri ávexti, grænmeti, hreyfingu og meira vatn og heilt korn.
Minna af nammi, gosdrykkjum, sykruðum mjólkurvörum, hvítu næringarsnauðu gúmmíbrauði og sjónvarpsglápi.

EN "hann Palli minn borðar ekki grautinn sinn nema það sé sykur á honum"! Mig grunar að "Palli" borði það sem fyrir honum hefur verið haft.

Þegar ég var ennþá yngri þoldi ég ekki grænkál, en þá var lítið grænkálsblað sett á diskinn minn á hverjum degi og einhvernvegin snerist umræðan við matarborðið mikið um öll næringarefnin í grænkáli þangað til ég gleymdi því hvað mér líkaði það illa.

 

  • Börn geta tekið þátt í að rækta grænmetið, elda matinn.
  • Það er hægt að segja þeim hvað spergilkálið gerir fyrir líkamann
  • O.s.frv. 

 

Það er til svo mikið af góðum og hollum mat. Það er gaman að borða hollt, manni líður mikið betur og það er mjög auðvelt ef viljinn er fyrir hendi.  

 

PS. Ég vil alls ekki gera lítið úr ofþyngd eða þeim sem þjást af henni. Þvert á móti finnst mér sorglegt að 9 ára börn þurfi að þjást ofþyngd og hennar fylgifiskum. Í langflestum tilfellum er ofþyngd lífstílstengd og þá er örugglega gott að grípa í taumana sem fyrst.

 

Heimildir:
"Hvað borða íslensk börn?" http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11594/hvad_borda_isl_born_og_ungl.pdf 
"Obesity in Children and Teens", American Academy of Child & Adolescent Psychiatry 


mbl.is 23% níu ára barna of þung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítlaukur

Hvítlaukur er að mínu mati alveg ómissandi í matargerð. Ég gæti sett hvítlauk í nánast allt. 

Á myndinni sjáið þið hvítlaukinn sem mamma var að rækta, hún var að taka hann upp um daginn, hann er ferskur, fallegur og bragðast vel!

                                 isl_hvitlaukur

Hvítlaukur er alveg meinhollur. Samkvæmt National Cancer Institute (www.cancer.gov) hafa rannsóknir sýnt að þegar fólk borðaði mikinn hvítlauk var hættan á að fá krabbamein í meltingarfærin greinilega minni.  Það er mikið verið að rannsaka samband hvítlauks og krabbameins.

 

  • Efnin í hvítlauk örva DNA viðgerðir í frumum.
  • Hvítlaukur hefur andoxunareiginleika.
  • Hvítlaukur bætir ónæmiskerfið, er góður gegn bakteríu-, veiru-, og sveppasýkingum og bólgum. 
  • Hann er góður fyrir hjartað.
  • Inniheldur C vítamín
  • Er talinn vinna gegn krabbameini.
  • Létt eldaður hvítlaukur lækkar blóðþrýsting og kólestról.
  • Góður gegn hósta og bronkítis.

 

Svo hef ég oft heyrt að það hjálpi að borða hvítlauk í stríðinu við moskítóflugur. Þær eru ekki hrifnar af lyktinni.

Plíííís, ekki segja að þú getir ekki borðað hvítlauk vegna andfýlunnar sem oft fylgir. Tyggðu bara smá steinselju eftir máltíðina J

 

Enn og aftur eru þetta upplýsingar sem eru eingöngu ætlaðar til fræðslu og eru mjög aðgengilegar í bókum og á veraldarvefnum. 

Heimildir: cancer.gov og naturalsociety.com


Grænmetisfæði

Grænmetisætur missa af jólasteikinni og allskonar "ómissandi" mat. En þeir missa líka af allskonar
sjúkdómum og heilsukvillum.

Hér er áhugaverð grein úr tímariti "National Institute of Health" sem er gefið út af einhverri ríkisstofuninni í Bandaríkjunum.

Greinin er á ensku og hana má finna hér:

http://newsinhealth.nih.gov/issue/Jul2012/Feature1

"To date, the researchers have found that the closer people are to being vegetarian, the lower their risk of diabetes, high blood pressure and metabolic syndrome (a condition that raises your risk for heart disease and stroke)."

Ég er ekki alveg sammála öllu sem kemur fram í greininni en hún er samt áhugaverð.


mbl.is Bakaðar paprikur með grænmeti og kúskús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegan banana split

Ekki reyna að segja mér að vegan banana split sé hvorki girnilegt né gott á bragðið. Á myndinni sjáið þið það sem ég fékk í kvöldmat! Bananar, jarðarber, kiwi, möndlur, pekanhnetur, soya vanilluís, hindberja-brómberjasósa, vegan þeyttur rjómi, carob og vegan butterschotch. Það sem mér finnst svo skemmtilegt við vegan mat er að manni líður svo vel eftir að hafa borðað. Maður gæti ímyndað sér að þetta væri þungt í magann en það er það alls ekki, mikið léttara en "alvöru" útgáfan en samt mjög seðjandi, bara ekki óþægilega þyngjandi. :)

 

img_6623-3_1158031.jpg
 
 

 

 

PS. Vegan þýðir að matur innihaldi engar dýrafurðir eins og kjöt og mjólkurvörur.
PSS. Afsakið hvað myndin er lítil, það tekur ár og aldir að setja inn þyngra skjal.


5m fra birni!

Eg er buin ad vera a ferdalagi sidustu daga her i Kanada. Eg er nuna i Calgary i Alberta og i gaer forum vid til Banff sem er thjodgardur her i Kanada. Thad er gifurlega fallegt thar og fjollin eru otruleg. Eftir ad hafa skodad marga flotta stadi og eftir nokkrar gonguferdir tha akvodum vid ad fara heim ad sofa. VId hofdum ekki sed nein dyr a leidinni hingad til Alberta sem er alveg otrulegt vegna thess ad vid keyrdum i naestum 10klst og stor hluti leidarinnar var i gegnum klettafjollin.
I gaerkvoldi saum vid loksins dyr, og thad var otrulegt!!! Vid saum amk 6 elgi og svo saum vid 2 birni. Oll thessi dyr voru bara a beit alveg vid veginn og voru sallaroleg og gengu rosalega haegt og litu upp odru hvoru. Thad var otrulega skemmtilegt thvi vid nadum morgum finum myndum. Eg a eftir ad skoda thaer betur og setja thaer inn i tolvuna og eg skelli etv nokkrum inn seinna.
Vid vorum um 1 1/2 metra fra einum elgnum og ekki fjaer en 5 metrum fra odrum birninum. Vid vorum samt inni i bilnum en dyrin voru svo roleg ad thad var alveg otrulegt. Audvitad er madur samt alltaf med bilinn i gir og tilbuinn ad taka af stad og rulla upp rudunum ef dyrid synir minnstu styggd. Thad ad sja birnina gerdi daginn 1000x betri!!!

Vedrid her i Calgary er svipad og islenskt sumarvedur, frekar milt og thad er eiginlega alltaf half skyjad og vindur odru hvoru. Eg er buin ad njota thess ad borda morgunmat uti a palli, jardarber og blaber i naestum hverja maltid. Blaberin eru svo otrulega god!

En jaeja, thetta verdur ekki lengra hja mer i bili. Eg vona ad thid hafid thad gott og skiljid skritnu stafsetninguna mina, eg verd nefnilega ekki med islenskt lyklabord i thessari viku.

Bestu kvedjur,
Elisa


Erfitt með að sofna?

Hér er annar lítill moli.

1. Rannsókn sem gerð var í Taiwan sýndi að þeir sem borðuðu 2 kiwi  einni klukkustund fyrir svefn á hverju kvöldi í 4 vikur, sofnuðu 35% hraðar en þeir sem gerðu það ekki.
Kiwi innihalda efnið serotonin en það kemur reglu á svefninn.

2. Þess má geta að bananar, plómur og ananas innihalda einnig gott magn af serotonin. Valhnetur innihalda mjög mikið serotonin og þá sérstaklega tegundin "black walnut". Tómatar og spínat innihalda líka serotonin en í minna magni. 

Heimildir:
1. Þessar upplýsingar voru birtar á ensku í tímaritinu Adventist World. En þar er Men’s Health  gefið upp sem heimild.
2. http://www.livestrong.com/article/447943-what-food-or-fruit-contains-serotonin/


21 mínúta

Vissir þú að þeir sem hreyfa sig í 21 mínútu á dag eru 65% minna líklegir til þess að finna fyrir 2012-1005-page30-intext2.jpgþreytu á daginn en þeir sem hreyfa sig ekki? Nei? Nú veistu það. 

Heimild: Mental Health and Physical Activity (skemmtilegt og fróðlegt tímarit)

P.s. ekki svindla og halda að það þurfi bara að vera 21 mín. samanlagt yfir daginn. Núna er einmitt svo fínt veður úti til þess að fara í stutta morgun- eða kvöldgöngu.


Kókos-epla-smákökur

'Mjög einföld uppskrift af smákökum sem tekur enga stund að baka. 

Ég var búin að lofa vinkonu minni uppskrift af þessum kókos-epla-smákökum sem hún smakkaði um daginn. Þetta var fyrsta skiptið sem ég bjó þær til og ég sleppti sykrinum. Úr þessari uppskrift verða u.þ.b. 20 smákökur.

2 bollar kókosmjöl
1 bolli heilhveiti eða hrísgrjónamjöl (helst úr hýðishrísgrjónum)
2 msk. Maizena (maísmjöl)
1 tsk. salt
1 1/2 bolli epli
2 msk. sucanat eða hrásykur eða púðursykur (má sleppa)
1/3 bolli hunang
1 tsk vanilla
1/4 bolli eplasafi (gæti þurft meira, degið á ekki að vera þurrt)

 

  • 1 bolli af kókosmjöli, hveitinu og saltinu blandað saman í matvinnsluvél í 1mín.
  • Restinni af kókosmjölinu bætt ofan í með eplinu og sykrinum. Matvinnsluvélin sett í gang á ný þangað til þetta er orðið að mauki.  
  • Hunanginu og vanillunni bætt ofan í og öllu er blandað saman.

 

Það er gott að nota ísskeið eða matskeið til þess að móta litlar smákökur, það má síðan fletja þær út með gaffli ef maður vill. Bakað við 170°C í u.þ.b 15 mín eða þangað til að þær eru orðnar aðeins gylltar.  

 


Maturinn er meðalið

Ég sá þessa mynd, en hún gekk á milli vina minna á Smettisskruddunni (Facebook).
Ég get ekki tekið 100% undir hana vegna þess að það er ekki hægt að alhæfa svona,
og þetta er sett svolítið svart/hvítt fram. Samt sem áður eru þarna skilaboð sem við getum
pælt í.

 

523476_3375535580635_1036686704_33089572_593959757_n.jpg

Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, sagði "Let food be your medicine, and your medicine be your food". Þetta þýðir að það sem við borðum ætti að vera meðalið okkar, við myndum þá líklegast vilja borða eitthvað sem styrkir okkur og læknar frekar en það sem gerir okkur illt. Hann sagði líka að "Medicine should do no harm", en hefðbundin lyf í dag hafa heldur betur aukaverkanir. Ég vildi óska þess að þetta væri ennþá stefnan hjá mörgum fagstéttum í dag.

Ekki misskilja mig samt, ég er gífurlega þakklát fyrir læknavísindin og lyfjafræðina. Mér finnst bara svo rökrétt að borða þann mat sem hressir mann og styrkir og að það sem ég læt ofan í mig hafi bein áhrif á líkamsstarfsemina.

 


mbl.is Heilbrigði kemur í veg fyrir krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband