Hvítlaukur

Hvítlaukur er að mínu mati alveg ómissandi í matargerð. Ég gæti sett hvítlauk í nánast allt. 

Á myndinni sjáið þið hvítlaukinn sem mamma var að rækta, hún var að taka hann upp um daginn, hann er ferskur, fallegur og bragðast vel!

                                 isl_hvitlaukur

Hvítlaukur er alveg meinhollur. Samkvæmt National Cancer Institute (www.cancer.gov) hafa rannsóknir sýnt að þegar fólk borðaði mikinn hvítlauk var hættan á að fá krabbamein í meltingarfærin greinilega minni.  Það er mikið verið að rannsaka samband hvítlauks og krabbameins.

 

  • Efnin í hvítlauk örva DNA viðgerðir í frumum.
  • Hvítlaukur hefur andoxunareiginleika.
  • Hvítlaukur bætir ónæmiskerfið, er góður gegn bakteríu-, veiru-, og sveppasýkingum og bólgum. 
  • Hann er góður fyrir hjartað.
  • Inniheldur C vítamín
  • Er talinn vinna gegn krabbameini.
  • Létt eldaður hvítlaukur lækkar blóðþrýsting og kólestról.
  • Góður gegn hósta og bronkítis.

 

Svo hef ég oft heyrt að það hjálpi að borða hvítlauk í stríðinu við moskítóflugur. Þær eru ekki hrifnar af lyktinni.

Plíííís, ekki segja að þú getir ekki borðað hvítlauk vegna andfýlunnar sem oft fylgir. Tyggðu bara smá steinselju eftir máltíðina J

 

Enn og aftur eru þetta upplýsingar sem eru eingöngu ætlaðar til fræðslu og eru mjög aðgengilegar í bókum og á veraldarvefnum. 

Heimildir: cancer.gov og naturalsociety.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Það mega allir borða hvítlauk fyrir mér. En fólk verður andfúlt og illa lyktandi ef það gerir það.  Ég hef enga trú á hollustu hvítlauks. Alla vega gengur hann ekki fyrir mig og marga aðra sem eru með ofnæmi fyrir honum.  Það á að vara fólk við mat með hvítlauk og hvítlauksdufti.

Jón Magnússon, 30.9.2012 kl. 22:05

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Leitt að heyra, það er örugglega erfitt að vera með ofnæmi fyrir hvítlauk, hann er í svo mörgu.

Það eru nú svo margar matvörur sem láta fólk lykta illa, en það að tyggja ferska steinselju á að eyða hvítlauks-andfýlu.

Það er rétt sem þú bendir á að þeir með ofnæmi ættu að vara varlega en aðrir geta glaðst yfir því rannsóknir sýni fram á að hvítlaukur geti hjálpað í baráttunni við krabbamein, of hátt kólestról og of háan blóðþrýsting.

Takk fyrir innlitið!

Elísa Elíasdóttir, 1.10.2012 kl. 22:11

3 identicon

Þetta hef ég ekki vitað,,ofnæmi,,fyrir hvítlauk. !

Jón,það væri fróðlegt að fá að vita hvernig ofnæmi það er,og hvernig það kemur fram hjá þeim sem hafa ofnæmi.

Takk Elísa fyrir fróðlega pistla,og það væri fræðandi að fá að vita um ,,ofnæmið,,er ég minnist hér á.Takk Jón að vekja athygli á þessu með  ofnæmið.

Númi (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband