Íslenskar plómur - ótrúlegt en satt!

Full skál af nýtíndum plómum

Já, þessar myndir sýna uppskeru gærdagsins af íslenskum plómum. Þær eru heldur smærri en í útlandinu en mikið sætari á bragðið. Ég hef bara aldrei smakkað annað eins! Skinnið er svo ekki svona súrt eins og þær sem fást í verslunum hérlendis. Þetta er ef til vill annað afbrigði en það vex bara svona vel og við erum búin að vera að borða plómur hér á fullu í sumar.

Það er um að gera að prófa sig áfram í ræktun, það er svo miklu skemmtilegra að borða heimaræktað grænmeti og nú er ávaxtarækt alltaf að færast í aukana. Svo er núna rétti tíminn til að fara út og tína nokkur krækiber og bláber!img_4510.jpg

 

Svo leynast auðvitað fjörefni (við eigum svo fínt íslenskt orð yfir vítamín) í plómum. Mikið C vítamín, A vítamín, K vítamín og kalk. Það er líka járn, trefjar, fólat, kólín, E vítamín, magnesíum, fosfór, kopar, mangane og sink.  Allavega samkvæmt U.S. Department of Agriculture

Njótiði dagsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Glæsilegt blogg hjá þér Elísa mín, - mér finnst voða gaman að fylgjast með fv. nemendum og sérstaklega vekur það gleði þegar vel gengur! 

Plómurnar eru ekkert smá djúsí girnilegar, kannast við heimaræktuð jarðarber, - þau voru miklu betri en þau sem keypt eru út í búð! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.9.2011 kl. 06:43

2 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

 Plómur eru afar hollar enginn spurning. Eitt er athyglisvert að inn í kjarnanum er lítil hneta sem inniheldur efni sem kallað er vítamín B17 og er talið af sumum að sé mjög öflugt gegn krabbameini. Sjá t.d. hér. Þetta efni er í fleirum ávöxtum  og náttúrlegum mat. Þó eru sumir sem segja þetta sé eitrað, en væri það ekki órökrétt. Hvers vegna ætti sjálfur ávöxturinn vera mjög hollur en kjarninn eitraður?  

Vítamín B17 er eiginlega ekki vítamín þ.e.a.s. það er ekki skilgreint þannig. En það þýðir ekki endilega að það sé slæmt, mörg efni eru í mat sem ekki hafa verið rannsökuð.

Venjulega hendir maður þessu en af hverju ekki, eina sem maður þarf er eitthvað verkfæri t.d. hamar og hart undirlag og smá viljastyrk :)

Karl Jóhann Guðnason, 2.9.2011 kl. 19:51

3 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Ótrúlegt að þú skulir nefna þetta því þegar ég var úti í Kanada þá sá ég að fólk geymdi steinana innan úr apríkósum og opnaði þá til að fá þetta efni sem það notaði svo einmitt gegn krabbameini. Mér var sagt þar að þetta hefði reynst mjög vel og ég tók meira að segja nokkra steina með heim... en henti þeim því ég vissi ekki hvernig ég átti að nota þá.

Vissi ekki að þetta ætti líka við plómur. Ég get allavega farið að safna steinunum ef þig langar í þá, það er nóg til :)

Elísa Elíasdóttir, 2.9.2011 kl. 20:38

4 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Held þetta eigi við plómur, aprikósur og álíka ávexti. Einnig eplafræ, það er víst nokkuð mikið í þeim. Möndlur..

Ég trúi því alveg að þetta virki. Skemmtileg að þú hafir hitt einhverja sem segja þetta virki.

Karl Jóhann Guðnason, 2.9.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband