Heilinn þarf líka næringu

Eftir síðustu lesningu varð ég staðráðin í því að borða vel á morgnana en nú er spurningin : hvaða mat /næringarefni vill heilinn minn fá svo að hann geti unnið sem best?

Ávextir, grænmeti og kornmeti eru sögð veita bestu næringuna fyrir ennisblaðið (frontal lobe). Þessi sama gæðafæða á að berjast gegn því að við fáum elliglöp. Flott, ég vil nefnilega ekki fá elliglöp.

Já, það er úr nægu að velja þegar kemur að ávöxtum, grænmeti og kornmeti en það eru samt nokkur sem ég vil nefna sem rannsóknir hafa sýnt, og eru enn að sýna, að séu frábær þegar kemur að því að næra heilann.

Ber innihalda andoxunarefni sem hjálpa til við að efla hugarstarf, samhæfingu og minni. Bláber eru talin vera meðal því besta sem þú getur borðað fyrir heilann því þau efla kraft boðana sem taugafrumurnar gefa frá sér . Efnin í bláberjunum geta mögulega dregið úr ellitengdum sjúkdómum svo sem Alzheimer og elliglöpum.   Svo eru jarðarberin líka góð, þau eru sögð bæta eiginleika heilafrumnanna til að senda og taka við boðsameindum. Heilinn notar þessar boðsameindir sem miðla. Brómber innihalda athocyanin sem hjálpa til við að verja heilann gegn álagi(oxidative stress).

Grænmeti af krossblómaætt t.d. hvítkál, spergilkál, blómkál , rófa, næpa, sinnep...
Rannsóknamenn í  Harvard komust að þeim niðurstöðum að konur sem borðuðu meira af þessu grænmeti stóðu sig betur á minnis prófum en þær konur á sama aldri sem borðuðu lítið af því.

Hvítlaukur (uppáhaldið mitt!) er talinn vera ein næringaríkasta fæða á plánetunni. Hvítlaukur er mjög þekktur fyrir að draga úr vondu kólestróli og talið er að hann styrki hjarta- og æðakerfið.  Hann inniheldur líka andoxunarefni sem verndar heilann og .etta efni á að berjast við heilablóðfall, elliglöp og alzheimers.

Grænkál og salat er mjög ríkt af járni og fólati. Salat inniheldur efnasambönd sem vinna gegn mörgun tegundum krabbameins, stuðlar að heilbrigði lungnanna, styrkir ónæmiskerfið og hjálpar til að halda heilanum skörpum og svo margt margt fleira. Það er mælt með því að borða grænt salat, helst fjölbreyttar tegundir, mjög reglulega.

Svo eru fleira t.d.

Hnetur eru próteinríkar, trefjaríkar og innihalda góða fitu. Þær innihalda fullt af vítamín B, E og magnesíum sem er gott fyrir heilann. Rannsóknir sýna að efnin í þeim hafa góð áhrif á skapið og að hnetur í hæfilegu magni geta hjálpað ykkur að hugsa skýrar. Heslihnetur, Kasjúhnetur og Valhnetur eru mjög hollar og Möndlur eru oft nefndar drottningar hnetanna. Handfylli af hnetum á dag er talinn vera hæfilegur skammtur.

Fræ  eru líka mjög góð fyrir heilann og þau eru próteinrík, innihalda góða fitu og E vítamín og magnesíum. Sólblómafræ, sesamfræ, hörfræ og chiafræ eru góð fyrir skapið og starfsemi heilans. Athuga þarf að það þarf að mala hörfræ og sesamfræ.

Tómatar innihalda mikið lycopene sem er andoxunarefni sem rannsóknir benda til að sé einnig gott fyrir heilann.

Gróft korn og brún hrísgrjón eru nauðsynleg til að viðhalda einbeitingu yfir daginn og bæta minnið því þau innihalda „fullkomnu“ blönduna af kolvetnum og trefjum il að halda heilanum gangandi og halda þér saddri/söddum. Brún hrísgrjón eru góður kostur fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteni.

Ég vil bara minna á það að ég þetta eru allt upplýsingar sem ég er að afla mér í gegnum aðrar heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu þeirra sem hafa áhuga á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Hjörleifur Stefánsson

Vildi óska þess að kaffiterían hér læsi þessa pistla... Ég mun blogga bráðum aftur, internet hefur legið meira og minna niðri hér þessa vikuna, en verður kannski/vonandi/bráðum betra!

Jón Hjörleifur Stefánsson, 2.9.2011 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband