Smáskref

"Þeir sem borðuðu meira en 160 grömm af unnum kjötvörum á dag, sem er svipað magn og tvær pylsur og sneið af beikoni, eru 44% líklegri til að deyja á undan þeim sem slepptu unnu kjötvörunum. Munar allt að 12,7 árum á lífslíkum þeirra."

Þetta eru ekki nýjar fréttir, ótal rannsóknir staðfesta þetta. Það er betra fyrir okkur að borða  minna kjöt og meira grænmeti :) Það krefst ef til vill smá fyrirhafnar í byrjun en svo verður það ekkert mál. Það er um að gera að byrja smátt, hafa t.d. 1 dag í viku "grænmetisfæðisdag" og gefa sér tíma á þeim degi til þess að prófa nýjar spennandi uppskriftir, læra á nýjar baunir o.s.frv.  Svo er hægt að auka hlutfall grænmetisrétta smátt og smátt. Svo þyngist buddan líka, það er nefnilega í mörgum tilvikum ódýrara að vera á grænmetisfæði, þó svo að sérvörur geti verið dýrar. 

Í eftirfarandi færslu er virkilega einföld og bragðgóð uppskrift af linsubaunarétt sem hægt er að útfæra eins og hverjum og einum hentar. Linsubaunir eru auðveldar í matseld því þær þarf ekki að leggja í bleyti. Verði ykkur að góðu! Smellið hér. 

 

 


mbl.is Farið varlega í unnu kjötvörurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Elísa;

Tölur þínar eru sláandi.  Ég er alveg sammála þér um hollustu grænmetis og bauna, en það þarf áreiðanlega að gera greinarmun á unnum kjötvörum og hreinu kjöti, t.d. lambalæri, þegar hollustan er metin.  Þú minnist ekki á fiskmeti.  Fróðlegt væri að fá samanburð á hollustu þess við grænmeti og hreint kjötmeti.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 7.3.2013 kl. 22:37

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Sæll Bjarni,

Takk fyrir innlitið!

Já tölurnar sem komu fram í fréttinni (sem færslan er tengd við) eru virkilega sláandi, og hafa vakið mikla athygli í fréttamiðlum víða um heim. Í þeirri rannsókn sýnist mér einungis verið að ræða um unnar kjötvörur.

Kveðja,

Elísa

Elísa Elíasdóttir, 10.3.2013 kl. 22:59

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Elísa;

Ég get vel ímyndað mér, að þessar niðurstöður, sem þú vísar til, séu nærri réttu lagi.  Hvers vegna verður þetta ekki stórfrétt og vekur mikla umræðu um lýðheilsu og fyrirbyggjandi leiðir til að draga úr sívaxandi kostnaði við sjúkdómakerfið (s.k. heilbrigðiskerfi) ?  Einn af sökudólgunum þar, ef svo má segja, er matarræðið.  Of fáir eru fúsir til að viðurkenna það.  Hugsaðu þér, hvernig staðan væri í þjóðfélaginu, ef við værum öll grænmetisætur.

Með góðri kveðju /  

Bjarni Jónsson, 11.3.2013 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband