Lárperan er vanmetin

Myndi þig ekki langa til þess að borða eitthvað sem gefur þér A,C,D,E og K vítamín og kannski líka B vítamínin (thiamín, níacin, biotin, pantothenic sýru, B-6, B-12 og fólat. Væri ekki æðislegt ef þessi ávöxtur innihéldi líka Kalíum (potassium), kalk, fosfór, sink, járn og kopar fyrir blóðið,  Lutein (mikilvægt fyrir augnheilsu) og magnesíum .

Ef svarið er „jú, að sjálfsögðu“ þá erum við í sama báti. Góðu fréttirnar eru þær að lárpera (avocado) inniheldur allt þetta.  Í þokkabót er hún líka svo fallega græn, mjúk og góð á bragðið.

Lárpera (avocado) er ávöxtur, ekki grænmeti en það skiptir svo sem engu máli.

Efni í lárperunni stuðla að lækkun LDL kólestrólsin.Lárperur

Eins og kom fram hér þá hjálpar avocado við að koma reglu á blóðþrýstinginn.

Nú hvernig borða ég þá avocado?

Þau eru venjulega hörð þegar maður kaupir þau úti í búð, þessi í grænu netunum eru oftast mjög fín. Þau þurfa venjulega að standa við stofuhita í nokkra daga áður en þau eru tilbúin. Þau eru orðin góð þegar þau eru farin að gefa eftir þegar maður kemur við þau. Þetta kemur með reynslunni, maður opnar etv. nokkur avocado of snemma eða of seint en fær þetta síðan á tilfinninguna. Lárperan er skorin í tvennt og innihaldið skafið úr. Ef avocadoið er brúnt þá er það ónýtt en ef það eru bara nokkrir brúnir deplar eða blettir þá má bara skera þá frá. Ekki geyma lárperu nálægt eplum, þá skemmast þau hraðar.

Ég tók meira að segja mynd fyrir ykkur til þess að sýna ykkur hvað lárperurnar eru fallegar!

Hægt er að borða lárperur eintómar, ofan á ristað brauð, með salati, sem ídýfu, með baunaréttum... endalausir möguleikar.

Guacamole

Guacamole er mjög vinsælt og mjög einfalt og gott. Það má stappa allt saman eða setja í blandara.

Innihald úr 1 frekar stóru vel þroskuðu avocado
1-2 hvítlauksrif
smá sítrónusafi (úr ferskri sítrónu að sjálfsögðu)
salt eftir smekk

Sumir vilja líka tómat í, sílantró, pipar eða e-ð annað. Það má setja hvað sem manni dettur í hug.

Barnamatur

1 avocado + 1 banani  = stappað saman.

Mjög einfalt, mjúkt, bragðgott, gífurlega auðmeltanlegt, inniheldur mikilvægar hollar fitusýrur og önnur næringarefni sem að mömmur vilja að börnin sín fái. Þetta var uppáhalds barnamaturinn minn og ég verð að játa að ég borða þetta enn í dag!

Gangi ykkur vel að prófa ykkur áfram!

Upplýsingar frá avocado.org, avocado.com og mömmu reynslubolta þegar það kemur að barnamat.


mbl.is Ekki henda steininum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta líst mér vel á að lesa.

Guðrún Eydís Jóhannesdíttir (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 14:15

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Frábært! Gaman að heyra. Avocadoin í grænu netunum hafa verið svo góð í Bónus núna síðustu vikurnar. Ég er búin að vera borða þau ofan á brauð á morgnana :)

Elísa Elíasdóttir, 17.11.2012 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband