31.1.2013 | 12:42
Hjartasjúkdómar og grænmetisætur
Var að lesa áhugaverða frétt frá BBC: http://www.bbc.co.uk/news/health-21258509 um rannsókn sem var nýlega birt í American Journal of Clinical Nutrition (mjög virt tímarit).
"Gerð var rannsókn á 44,500 Bretum og Skotum sem sýndi að grænmetisætur voru 32% minna líklegri til þess að deyja úr og þurfa á læknisaðstoð vegna hjartasjúkdóma."
Grænmetisæturnar voru líklegri til að vera með kólestrólið, blóðþrýstinginn og líkamsþyngdina í lagi.
Þetta eru góðar fréttir því hjartasjúkdómar eru plága á Vesturlöndum. 94.000 manns deyja af völdum hjartasjúkdóma í Bretlandi á ári hverju og 2.6 milljónir sem þjást af þeim þar í landi.
Enn og aftur er verið að sanna og minna okkur á það að matarræðið okkar hefur áhrif á heilsuna.
PS. Hér er pistill sem ég skrifaði um "þögla morðingjann" (ofháan blóðþrýsting).
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Við þurfum að snúa okkur að fæðulækningum, þ.e. að gera fæðuna að læknislyfi okkar, eins og Hippókrates benti mönnum á. Það þýðir, að neyta þeirrar fæðu, sem gefur okkur góða heilsu og styrk. Við borðum of lítið grænmeti og ávexti, en erum of iðin við að fá magafylli af næringarlausu rusli, sem gerir líkamanum mikið ógagn. Við þurfum að borða það sem líkaminn þarfnast og það er að finna í hráfæðinu.
Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 14:21
Það er lítið gagn af grænmetisfæðu ef þú ert í erfiðisvinnu. Ég reiknaði út fyrir nokkrum árum til að fá 3000 kaloríur sem vinnandi karlmaður þarf þá yrðir þú að borða allan daginn. Hér er ekki verið að segja að grænmeti sé ekki gott fyrir heilsu en fita og prótein er nauðsynlegt.
Valdimar Samúelsson, 31.1.2013 kl. 20:49
Sæl. Að lokum deyja allir. Það gerist þannig að hjartað hættir að slá. Það dælir nefnilega blóðinu um líkamann.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.1.2013 kl. 22:46
Mikill speki hjá BenAX en sönn.
Valdimar Samúelsson, 31.1.2013 kl. 23:37
Eitt af alvarlegri heilsufarsvandamálum íslendinga er ofneysla á mjólkurvörum. Sá siður, að blanda sykri og sykruðum ávöxtum í mjólkurvörur er þess utan hreint tilræði við heilsu almennings. Meðan við áttum ekki kost á upphituðum húsum, hreinlæti var ábótavant og heilsugæsla engin, gat þungmelt fæða haldið lífi í fólki, mikið rétt, en hver var meðalævi landans alveg fram yfir miðja nítjándu öld? Það er per se rétt hjá Ben Ax að við deyjum öll einhverntíma, en þetta er líka spurning um hvernig líður okkur meðan hjartað á annað borð slær? Held að aukin áhersla á hollt mataræði gæti bætt lífsgæði fólks umtalsvert, meðan hjartað slær, Benedikt.
E (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 11:46
En hvað var fólk að borða? Voru grænmetisæturnar heilt yfir að borða hollari mat?Ef svo er getur ekki verið að það sé hollari matur en ekki eingöngu grænmeti sem fækkar hjartavandamálum?
Kv Klisja Bullari
Klisja Bullari, 2.2.2013 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.