Ekki skólaskylda í nágrannalöndum

"Þegar er haf­in vinna inn­an ráðuneyt­is­ins við að skoða kafla aðal­nám­skrár grunn­skóla þar sem fjallað er um und­anþágur frá skóla­vist."

Ég vona innilega að málið verðið skoðað frá öllum hliðum og opnað verði fyrir meira frelsi í menntamálum. Sérstaklega hvað varðar skólaskyldu og skólavist.

Ráðherra segir að hún líti til nágrannalandanna þar sem reglugerðir varðandi skólaskyldu eru strangari en hér. Það getur verið að reglurnar varðandi frí úr skóla séu rýmri hér en það má ekki gleyma því að í t.d. Danmörku, Noregi, og Bretlandi er ekki skólaskylda! Er litið til nágrannalandanna eftir hentisemi?

Upprunalega fréttin: Lítur fjarvistir alvarlegum augum

Aðrar áhugaverðar fréttir:

Um 1000 börn forðast skóla

Þýska lögreglar gómar fjölskyldur á leið í frí

Heimakennsla á Íslandi

Hrottalegt einelti í skóla - Gæti verið að það uþrfi fjölbreyttari lausnir í skólakerfinu?

Harvard - Ekki endilega betra að byrja fyrr í skóla

Íslenskum unglingum aldrei liðið verr


mbl.is Lítur fjarvistir alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Elísa þú segir ađ þađ sé ekki skólaskylda í Bretlandi. Þađ er ekki rétt hjá þér líkt og eftirfarandi greinar segja: 

https://www.telegraph.co.uk/education/3385676/Increasing-number-of-parents-sent-to-prison-for-childrens-truancy.html

https://www.google.ie/amp/s/www.dailymail.co.uk/news/article-6612107/amp/Parents-face-1-000-fine-taking-children-school-holidays.html

Þorvaldur Keran Sverrisson (IP-tala skráð) 20.3.2019 kl. 13:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvenær var skólaskylda aflögð í Noregi??????

Jóhann Elíasson, 20.3.2019 kl. 15:52

3 Smámynd: Magnús Guðnason

Síðan árið 1739, þegar fyrstu lögin um skóla voru sett í Noregi, hefur ekki verið skólaskylda (skoleplikt) þar í landi. Þar er hins vegar fræðsluskylda (opplæringsplikt) og geta því foreldrar kennt börnum sínum heima ef þeim sýnist svo.

Hið sama gildir hér í Danmörku þar sem ég bý. Þar er fræðsluskylda en ekki skólaskylda.

Magnús Guðnason, 20.3.2019 kl. 17:36

4 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Það er grundvallarmunur á skólaskyldu og fræðsluskyldu. Í Þýskalandi og Svíþjóð er skólaskylda en það er fræðsluskylda t.d. í Danmörku, Noregi, Bretlandi og Austurríki. Börn undir ákveðnum aldri eiga að vera í námi en foreldrarnir geta valið þá leið sem þeir telja besta fyrir barnið og fjölskylduna. Það gæti verið skóli, sérhæfður einkaskóli, fjarnám á netinu, heimakennsla með foreldri, stærri heimakennsluhópur eða jafnvel það að vera með einkakennara ef að fjölskyldan ferðast mikið af einhverjum ástæðum.

Þorvaldur, það getur vel verið að reglurnar séu strangar ef barn er skráð í skóla í Bretlandi. En foreldrarnir hafa frelsi til að velja aðrar námsleiðir.

Það sem ég set spurningamerki við er að gera reglurnar um skólavist ennþá strangari þegar íslenskir foreldrar hafa enga aðra valkosti en að vista ung börn sín í margar klukkustundir á dag inni á stofnun.

Elísa Elíasdóttir, 21.3.2019 kl. 07:49

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Áhugaverðir punktar og nauðsynlegir - því miður virðist mér umræður um menntun hérlendis háðar rörsýn og oft óttaþöggun.

Guðjón E. Hreinberg, 22.1.2020 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband