17.11.2012 | 20:07
"Meatless Monday" í Los Angeles
Fréttin á Mbl um kjötlausu mánudagana í Los Angeles kom mér skemmtilega á óvart. Að sjálfsögðu er ekki verið að banna neinum að borða kjöt á mánudögum en það er einmitt oftast í svona smáskrefum sem fólk fikrar sig í átt að hollari lífsstíl.
Kjötlausir mánudagar góðir fyrir umhverfið og heilsuna :) Það var lýðheilsudeild John Hopkins háskólans sem kom "Meatless Monday" átakinu af stað og byrjaði á mötuneyti John Hopkins spítalans. Nú er verkefnið orðið umfangsmeira og hefur dreifst um Bandaríkin.
Það er sniðugt fyrir fjölskyldur sem vilja auka grænmetisneyslu að festa einn dag í viku sem "grænmetisfæðisdag". Á þessari síðu er slatti af uppskriftum og nokkrar góðar ástæður þess að draga úr kjötneyslu. http://www.meatlessmonday.com/
![]() |
Mánudagar verði kjötlausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.