4.10.2012 | 11:56
Allur sannleikurinn?
Það er auðvitað sniðugt hjá fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum að fara í skólana til að auglýsa vörurnar sínar. Ná í unga viðskiptavini, það er gamalt trikk.
(Þessi pistill er skrifaður vegna fréttar sem birtist á Mbl 26.09.12 um 16.000lítra af mjólk sem skólabörn drukku þann dag)
En getur verið að börnin hafi fengið valdar upplýsingar?
- T.d. benda rannsóknir til þess að casein mjólkurpróteinið valdi ófrjósemi í karlmönnum og galaktósi því sama í konum.
- Hafið þið heyrt að fólk sé ekki með nógu mikið kalk? Í raun og veru borðar fólk, allavega á vesturlöndum, gífurlegt magn af kalki, sérstaklega úr mjólkurvörum. En við borðum svo mikið af dýrapróteini. Þegar líkaminn meltir það framleiðir hann brennisteinssýru. Líkaminn notar kalk sem "búffer" til að jafna pH stuðulinn. Við missum því mikið kalk með sýrunni í þvagi.
- Nýlega varin doktorsritgerð í næringarfræði frá HÍ, benti á að þeir íslensku karlmenn sem neyttu mikillar mjólkur þegar þeir voru á aldrinum 10-20, voru 3x líklegri til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein en þeir sem drukku minna af mjólk á þessum aldri.
- Rannsóknarmenn í Harvard komust að því að fólk sem drakk 2+ glös af mjólk á viku var ekki minna líklegt til að fá beinbrot en þeir sem drukku minna en 1 glas á viku.
- Indland, Kína og Japan eru meðal þeirra landa þar sem mjólkurneysla er frekar lítil. Þar er tíðni beinþynningar líka lítil.
- Svo er athylgisvert að 90% fólks frá Asíu, 70% svertingja og Indíjána, og 50% hispanics eru með mjólkuróþol.
- Það er kalk í mun fleiri matvörum en mjólk. Það er því óþarfi að auglýsa mjólk eins og hún sé lífsnauðsynlegt næringarefni.
- Harvard háskóli tók mjólkurvörur út af "fæðudisknum" (líkt og fæðupýramídi) sínum en nú er glas við hlið disksins þar sem stendur að mjólkurneysla ætti ekki að vera of mikil.
Viltu vita meira? Hér er góð grein: http://amazingdiscoveries.org/Hdeception_calcium_osteoporosis_dairy
Enn og aftur vil ég benda á að þetta eru allt upplýsingar sem ég hef aflað mér í gegnum mjög aðgengilegar heimildir og eiga eingöngu að vera til fræðslu.
Heimildir:
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/healthy-eating-plate/index.html
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/calcium-full-story/
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/calcium-full-story/
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt 5.10.2012 kl. 22:40 | Facebook
Athugasemdir
Vissulega allrar athygli vert. Það er náttúrulega alveg ljóst, að efnasamsetning mjólkur er miðuð við afkvæmi nautgripanna, kálfana, sem er með ansans ári mikið frábrugðinn meltingarveg frá því sem er í okkur af tegundinni homo sapiens.
Annars er annar þáttur í sambandi við mjólkurneyslu okkar íslendinga, sem er aldeilis fáránlega mikil, sem maður óttast jafnvel enn meira og það er hið gríðarlega magn sykurs, sem sullað er saman við velflestar vinsælustu mjólkurvörurnar. Sá sem þetta ritar er vel kunnugur innviðum mjólkurvinnslustöðva og get fullyrt, að í sumar mjólkurvörur með viðbættum bragðefnum og sykri er viðbótarmagn sykranna allt að 25% ef saman er reiknaður sykurinn, sem er settur óblandaður í og fruktosinn í t.d. ávöxtunum, sem fylgja iðulega með. Í karamellusúrmjólk, er magnið jafnvel enn meira. Þetta bætist við hinar náttúrulegu sykrur mjólkurinnar, lactose, þannig að engan skyldi undra hvernig holdafar íslenskra barna og unglinga er að verða.
E (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 13:32
Voðalega er ég glaður að rekast á bloggið þitt! Það eru svo rosalega fáir sem vita hvað dýraafurðir eru óhollar og fólk heldur virkilega að það sé nauðsynlegt að borða dýra afurðir til að lifa hollu líferni. Halltu áfram að skrifa og ég mun halda áfram að lesa :)
Jóna (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 18:55
Flott samantekt hjá þér!
Harpa (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 19:14
Elísa,,Takk fyrir þitt innlegg með Mjólkina,haltu áfram að rita um matvæli........
Vilhjálmur Stefánsson, 4.10.2012 kl. 21:05
Fólk þarf D-vítamín til að taka upp kalk. Án D-vítamíns skiptir ekki máli hvað fólk innbyrðir mikið af kalki.
Jens Guð, 4.10.2012 kl. 22:54
Takk, vil einnig benda á að trúfélög sækja að börnum í skólum, en það hefur nú verið heft.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2012 kl. 12:32
Takk fyrir innlitið öllsömul! Það er gaman að fá "feedback".
"E", já takk fyrir að benda þetta, maður áttar sig ekki alltaf á hvað það er miklum sykri bætt við vörurnar.
Jóna, Harpa og Vilhjálmur. Takk fyrir hvatninguna :)
Jens, alveg rétt hjá þér. Eins gott að nýta þessa síðustu sólardaga vel.
Elísa Elíasdóttir, 5.10.2012 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.