Vegan banana split

Ekki reyna að segja mér að vegan banana split sé hvorki girnilegt né gott á bragðið. Á myndinni sjáið þið það sem ég fékk í kvöldmat! Bananar, jarðarber, kiwi, möndlur, pekanhnetur, soya vanilluís, hindberja-brómberjasósa, vegan þeyttur rjómi, carob og vegan butterschotch. Það sem mér finnst svo skemmtilegt við vegan mat er að manni líður svo vel eftir að hafa borðað. Maður gæti ímyndað sér að þetta væri þungt í magann en það er það alls ekki, mikið léttara en "alvöru" útgáfan en samt mjög seðjandi, bara ekki óþægilega þyngjandi. :)

 

img_6623-3_1158031.jpg
 
 

 

 

PS. Vegan þýðir að matur innihaldi engar dýrafurðir eins og kjöt og mjólkurvörur.
PSS. Afsakið hvað myndin er lítil, það tekur ár og aldir að setja inn þyngra skjal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Nammm... rosalega er þetta girnilegt..

 En er þessi réttur ekki hrikalega fitandi??

Birna Kristjánsdóttir, 18.6.2012 kl. 18:41

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Það er sykur í carobinu en það er ekki týpíski hvíti sykurinn og það er kókosmjólk í rjómanum en hún er góð fita. Allir ávextirnir eru hollir og fitan sem er í hnetunum er góð, lífsnauðsynleg fita. Berjasósan er bara frosin ber og maiz þykkingarefni. Ekkert kólestról og engin transfita ekkert theobromine úr súkkulaðinu. Þetta er amk miklu miklu betri kostur heilsufarslega séð en alvöru bananasplit og mikið fituminna. :)

Elísa Elíasdóttir, 18.6.2012 kl. 19:27

3 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hljómar mjög girnilegt :) Er hægt að búa til vegan rjóma? Úr kókosfitu kannski.

Karl Jóhann Guðnason, 1.7.2012 kl. 14:04

4 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Ég held að þessi rjómi hafi verið keyptur en annars jú hef ég séð fólk þeyta vanillu og kókosmjólk saman eða e-ð svoleiðis, það var ágætt. Veit samt ekki hver uppskriftin er.

Elísa Elíasdóttir, 5.7.2012 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband