11.4.2012 | 19:41
Eitt epli á dag...
...kemur heilsunni í lag. Eða "An apple a day keeps the doctor away". Þetta getur varla verið rétt, eða hvað? Þau eru allavega góð gegn ýmsum kvillum. Þ.á.m. hafa efnin í eplum þá eiginleika að vera: þvagræsandi, kólestróllækkandi, blóðfitulækkandi, andoxunarefni, og þau vinna á móti bæði niðurgangi og harðlífi.
- Meira en 40 milljón tonn af eplum eru ræktuð á hverju ári.
- Epli eru í 4. sæti af mest framleiddu ávöxtum í heiminum.
- Eplin eru auðveld í matreiðslu, fara vel með nánast hverju sem er og eru mjög góð fyrir okkur.
Sykrur í eplum eru aðallega frúktósi og þess vegna mega sykursjúkir borða þau. Þau innihalda mjög lítið af próteinum og fitu. Meðal vítamína í eplum eru C og E, og af steinefnum eru m.a. pótassíum og járn,.
Í 100g af hráu epli fær maður 11% af þeim trefjum sem maður þarf yfir daginn. Stærstur hluti trefjanna í eplum eru pektín. Pektín eru trefjar sem leysast ekki upp. Þær draga í sig vökva og ýmisleg eiturefni og annan úrgang sem þær taka með sér út úr líkamanum og ofan í skólpræsikerfi borgarinnar.
Lífrænar sýrur í eplum endurnýja normalflóruna í þörmunum og varna þannig gegn gerjum í þörmunum.
Tannín (barksýra). Epli er einn þeirra ávaxta sem er hvað ríkastur af tanníni. Tannín eru bólgueyðandi.
Boron hefur verið lítið rannsakað en það er frumefni sem finnst í eplum. Rannsóknir benda til þess að boron vinni með kalki og magnesíum í líkamanum og getur óbeint komið í veg fyrir beinþynningu.
Epli jafna út blóðþrýsting, hvort sem hann er of hár eða of lágur.
Lifrin og krónískt exem af völdum eiturefna.
Epli draga í sig eiturefni úr smáþörmunum, og auðvelda þar með hreinsun blóðsins og húðarinnar. Epli hjálpa til við að losa harðlífi og stuðla að hreinsun lifrarinnar sem annars, ef full af eiturefnum getur valdið húðvandamálum.
Hátt kólesteról og æðakölkun
Epli lækka kólesteról og koma í veg fyrir æðakölkun. Það hefur sýnt sig að það að borða 2-3 epli á dag í nokkra mánuði dregur verulega úr kólestrólinu (þá er líka skynsamlegt að halda sig frá því sem hækkar kólestrólið).
Krabbamein í ristli
Rannsókn sem var framkvæmd í Japan sýndi fram á að epli borðuð í miklum mæli geti hjálpað við að hindra vöxt á fjölgun krabbameinsfruma í ristli.
En það er svo leiðinlegt að borða epli.
- Hrá: Mælt er með því að skræla epli vegna þess, að það er lítið magn af trefjum og vítamínum í hýðinu. Svo er allskonar efnum og gljáa sprautað á eplin til þess að þau líti vel út lengur. Svo er hýðið ekki eins auðvelt í meltingu.
- Eplamauk: Það er svo gott á bragðið og svo er það tilvalið fyrir lítil börn og þá sem hafa litla matarlyst vegna veikinda eða öldrunar. Svo er það bara svo gott út á grauta og ofan á brauð.
- Bökuð epli eru yndislega góð og það er jafnvel hægt að strá smá kanil ofan á þau.
- Soðin epli eru líka mjög góð, og það er hægt að stappa þau í eplamauk.
- Safi: Það er ekki slæm hugmynd að setja epli í safapressuna upp á tilbreytingu.
Upplýsingar úr Healthy Foods eftir George D. Pamplona-Roger, læknir, skurðlæknir og prófessor í næringarfræði.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér innilega fyrir þessar fróðlegu upplýsingar.
Númi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 20:13
Mín er öll ánægjan!
Elísa Elíasdóttir, 11.4.2012 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.