"Mjólk er góð"... eða hvað?

Þessi pistill var skrifaður í tengslum við frétt sem birtist á Mbl.

Niðurstöður Jóhönnu koma ekki á óvart. Mjólkurneysla hefur oft verið tengd við krabbamein. Athyglisvert fannst mér þó að "fáar rannsóknir eru til um tengsl næringar á fyrri æviskeiðum og áhættu á krabbameini síðar á ævinni". Ég hefði haldið að það fyrsta sem menn myndu vilja rannsaka er hvort það sem sett er inn í líkamann hafi áhrif á starfsemi hans og þá hvort það að setja inn óæskilega fæðu gæti valdið truflunum í eðlilegri starfsemi.

"The China Study" er umfangsmesta rannsókn í næringarfræði sem hefur verið framkvæmd. Í samnefndri bók er fjallað um rannsóknina en bókina skrifuðu feðgar, sonurinn er læknir og faðirinn er prófessor í næringarfræðilegri lífefnafræði. Faðirinn var einn þeirra sem stóðu að rannsókninni sem stóð yfir í um 20 ár. Bókin sem þeir gáfu út er mest selda bók í Bandaríkjunum um matarræði/næringarfræði. 

Í mjög stuttu máli er niðurstaða rannsóknarinnar sú að fólk sem neytir fæðu sem inniheldur hátt hlutfall dýraafurða er líklegra til að fá króníska sjúkdóma. En þeir sem borðuðu grænmetisfæði voru minna líklegir til þess að fá þessa sömu sjúkdóma. 

Niðurstaða höfunda var sú að fólk sem er vegan (eða sneiðir hjá dýraafurðum eins og nautakjöti, svínakjöti, fuglum, fiskum, eggjum, osti og mjólk) geti minnkað eða jafnvel snúið við myndun krónískra sjúkdóma.

Það eru margir að átta sig á þessum sláandi niðurstöðum og það er margt fólk sem hefur nýtt sér þessa þekkingu og breytt um matarræði. Nú er orðið vel þekkt að fólk með sykursýki II geti losnað af lyfjum og eins hafa einstaklingar með sykursýki I losnað af insúlíni með því að breyta um matarræði. Það er ekki eins algengt en það er hægt.

Eitt nýlegt og frægt dæmi er um Bill Clinton en hann skipti algjörlega um lífstíl eftir hjartaaðgerð. Hann þráði að lifa lengur til þess að geta séð barnabörnin vaxa úr grasi.

 Ég setti myndband af youtube með en þar er viðtal við einn af höfundum "The China Study" og svo er viðtal við höfund nýlegrar bókar. Hann hefur rannsakað mjólk mikið. Hann leiðréttir þá langlífu mýtu um að mjólk sé góð fyrir beinin. Svo er loks úrklippa úr viðtali við Bill Clinton.

 

P.s. þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um "The China Study" geta séð útdrátt úr bókinni hér : http://thechinastudy.com/PDFs/ChinaStudy_Excerpt.pdf  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Sæl Elísa og takk fyrir góða grein.

Persónulega er ég þó ekki alveg til í að sleppa allri mjólk (og egg) en það er enginn vafi með kjöt. En í mjólk, sérstaklega sýrðri mjólk, eru góðar bakteríur sem að því virðist eru mjög hollar og nauðsynlegar fyrir heilsuna og ef maður sleppur alveg mjólkurafurðir þá er erfitt fyrir venjulegt fólk að fá þessar bakteríur.  En það er enginn spurning að hafa neyslu mjólks í lágmarki og helst sleppa allri ósýrðri mjólk. Hvað er þín skoðun, er ekki nauðsynlegt að fá þessar góðu bakteríur? Svo er einnig fitan holl sérstaklega ef hún er ekki fitusprengd.

Annað er að mörg vandamál mjólkur eru í nútímavinnsluaðferðum, þ.e. ekki lífræn, fitusprengd osfrv. Mjólk var miklu hollari áður fyrr þegar hún kom beint frá kúm á góðu fæði.Og þegar mjólkin er sýrð þá er hún betri, það sést kannski best á að fólk sem er með mjólkurofnæmi þolir oft vel sýrða mjólk því bakteríurnar eru búinn að "borða" sykurinn og melta hann.

kveðja

 

Karl Jóhann Guðnason, 9.1.2012 kl. 16:17

2 Smámynd: Elísa Elíasdóttir

Sæll,
Ég fékk aldrei tilkynningu um athugasemd, þess vegna svara ég þessu svona seint.

Hér er mjög athyglisvert viðtal við Dr. Walter Veith sem þú kannast án efa við. http://www.youtube.com/watch?v=jBB8QnzRizU á mínútu 42:41 byrjar hann að tala um mjólk. Mér heyrist mjólk ekki vera þess virði að drekka til að fá þessar bakteríur.

Kveðja,

Elísa

Elísa Elíasdóttir, 26.1.2012 kl. 19:27

3 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

En gaman að lesa þetta, Elísa. Ef þú ferð eins vel með þetta og fiðluna, þá verður þetta stórkostlegt!

Jóhann M Þorvaldsson, 11.3.2012 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband