Færsluflokkur: Menning og listir
24.12.2011 | 11:43
Jólatónlist
Af einhverri ástæðu finnst mér gömlu jólasálmarnir og jólalögin, í langflestum tilfellum, alltaf fallegust. Þegar maður kveikir á útvarpinu þá virðist vera að "formúlan" fyrir jólalögum sé: bjöllur, jólajólaeitthvað og snjór og englar. Það má skella öllu saman eins lengi og það rímar. Sem betur fer (minni geðheilsu vegna) þá eru ennþá til fallegir kórar og það er ennþá verið að skrifa fallegar útsetningar. Hér er dæmi um fallegan jólalsálm sem ég er búin að hlusta á mörgum sinnum á dag. Get ekki orðið leið á þessu. Njótið vel og Gleðileg Jól.