Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ókeypis heilsu-matreiðslunámskeið!

Má bjóða þér á ókeypis matreiðslunámskeið?

Stephanie Howard, frá Bandaríkjunum, hefur gefið út tvær vandaðar matreiðslubækur. Hún er nú komin til landsins og vill bjóða þér á ókeypis matreiðslunámskeið. Það verður haldið 21. 22. og 23. janúar í Suðurhlíðarskóla (Suðurhlíð 36) kl. 16:30-18:30.

Hún leggur sérstaka áherslu á heilsufæði og þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja læra að elda grænmetisrétti.

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 17. janúar  í síma 867-1640 eða á vigdislinda@hotmail.com

Ekki láta svona gott tækifæri fram hjá þér fara :)

 

1554509_1425782647657335_456732357_n 


Það sem fyrir þeim er haft?

Það er sorglegt að næstum fjórðungur níu ára barna séu of þung.
Ofþyngd getur aukið líkurnar á að einstaklingar fái of háan blóðþrýsting, áunna sykursýki, hjartasjúkdóma, öndunartruflanir, þunglyndi og margt fleira.  

Healthy-eating-image-3

Getur verið að íslensk börn sitji of mikið? Í skólanum, fyrir framan (leikja)tölvuna og sjónvarpið? Hreyfa þau sig kannski of lítið á móti?

Árið 2003-2004 borðuðu 9 og 15 ára íslensk börn of mikinn sykur, of lítið af trefjum. Neysla grænmetis og ávaxta var aðeins helmingur ráðlagðs dagsskammtar.

Ef ég ætti að giska á lausn myndi ég segja:
Meiri ávexti, grænmeti, hreyfingu og meira vatn og heilt korn.
Minna af nammi, gosdrykkjum, sykruðum mjólkurvörum, hvítu næringarsnauðu gúmmíbrauði og sjónvarpsglápi.

EN "hann Palli minn borðar ekki grautinn sinn nema það sé sykur á honum"! Mig grunar að "Palli" borði það sem fyrir honum hefur verið haft.

Þegar ég var ennþá yngri þoldi ég ekki grænkál, en þá var lítið grænkálsblað sett á diskinn minn á hverjum degi og einhvernvegin snerist umræðan við matarborðið mikið um öll næringarefnin í grænkáli þangað til ég gleymdi því hvað mér líkaði það illa.

 

  • Börn geta tekið þátt í að rækta grænmetið, elda matinn.
  • Það er hægt að segja þeim hvað spergilkálið gerir fyrir líkamann
  • O.s.frv. 

 

Það er til svo mikið af góðum og hollum mat. Það er gaman að borða hollt, manni líður mikið betur og það er mjög auðvelt ef viljinn er fyrir hendi.  

 

PS. Ég vil alls ekki gera lítið úr ofþyngd eða þeim sem þjást af henni. Þvert á móti finnst mér sorglegt að 9 ára börn þurfi að þjást ofþyngd og hennar fylgifiskum. Í langflestum tilfellum er ofþyngd lífstílstengd og þá er örugglega gott að grípa í taumana sem fyrst.

 

Heimildir:
"Hvað borða íslensk börn?" http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11594/hvad_borda_isl_born_og_ungl.pdf 
"Obesity in Children and Teens", American Academy of Child & Adolescent Psychiatry 


mbl.is 23% níu ára barna of þung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband